Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Er nú verið að skipuleggja nýja „árás á Gleiwitz“?

„Árás­in á Gleiwitz“ að­far­arnótt 1. sept­em­ber 1939 var blekk­ing Þjóð­verja til að rétt­læta árás þeirra á Pól­land

Er nú verið að skipuleggja nýja „árás á Gleiwitz“?
Þýskir herforingjar sýna blaðamönnum lík „pólskra“ árásarmanna“ að morgni 1. september 1939.

Síðla kvölds 31. ágúst 1931 réðist vopnaður hópur pólskra hermanna og þjóðernissinna inn í útvarpssendistöð í bænum Gleiwitz rétt við landamæri Póllands og Þýskalands suður í Slesíu.

Pólverjarnir brutu sér leið inn í sendistöðina, læstu þýska tæknimenn niðri í kjallara og einn Pólverjanna settist við hljóðnema og útvarpaði um nágrennið pólskum áróðri, en mikil spenna hafði þá verið millum Pólverja og Þjóðverja allt sumarið.

Ekki höfðu Pólverjarnir þó langan tíma til að vinna myrkraverk sína því nú komu á staðinn hugprúðir þýskir hermenn og náðu að hrekja Pólverjana burt og drepa þá flesta. Síðan kölluðu Þjóðverjar á blaðamenn, bæði þýska og einnig bandaríska og sýndu þeim verksummerki.

Staða mála í september 1939.

Pólverjarnir sem höfðu verið skotnir í gagnárás Þjóðverja á útvarpssendistöðina voru allir klæddir pólskum einkennisbúningum svo bersýnilega hafði verið um að ræða hermenn í opinberum erindagjörðum.

„Og hafi einhverjir efast um þann ofstopa sem Pólverjar hafa sýnt Þjóðverjum að undanförnu, þá er hér komin sönnun þess,“ sögðu þýsku hermennirnir við blaðamennina.

Líkin voru að vísu flest óþekkjanleg þar sem þessir pólsku hermenn höfðu bersýnilega flestallir verið skotnir í andlitið, en Þjóðverjar gátu þó bent blaðamönnum á lík Franciszek Honioks, sem var Pólverji búsettur í Þýskalandi sem var öllum kunnur á svæðinu fyrir að hafa haldið stíft fram málstað Pólverja í deilunum þetta sumar.

Honiok hafði sennilega verið einhvers konar leiðsögumaður pólsku innrásarmannanna en látið sjálfur lífið.

Honiokhefur verið kallaður „fyrsta fórnarlamb síðari heimsstyrjaldar“.

Og þetta var ekki eina árás Pólverja á þýskar bækistöðvar þetta kvöld, sögðu Þjóðverjarnir við blaðamennina. Um það bil tugur árása hafði verið gerður af sama tagi og árásin í Gleiwitz. Sem betur fer tókst allsstaðar að hrekja hina pólsku árásarmenn á brott en mannfall var töluvert í liði beggja.

Þýsku herforingjarnir hristu höfuðið þegar þeir lögðu þetta allt saman fyrir blaðamennina.

Þetta sýnir hvílíkir ofstopamenn Pólverjar eru, sögðu þeir. Einmitt vegna þessara árása hafði Adolf Hitler foringi Þjóðverja neyðst til að grípa til gagnráðstafana nú strax í morgunsárið 1. september.

Þýskur her hafði í sjálfsvarnarskyni ráðist á nokkrum stöðum yfir landamærin, ráðinn í að koma í veg fyrir fleiri grimmdarárásir Pólverja.

Útvarpssendistöðin í Gleiwitz

Við megum þakka fyrir foringjann, sögðu herforingjarnir. Hann lætur ekki vaða yfir okkur.

Og þar með hófst sókn þýskra hersveita inn í Pólland.

Þetta átti í upphafi að heita leiðangur til að verjast ágangi Pólverja og koma í veg fyrir árásir þeirra, en endaði með algjöru hernámi Póllands nokkrum vikum síðar.

En það sem hér skiptir máli er að „árás Pólverja á Gleiwitz“ var tilbúningur Þjóðverja sjálfra. Þeir höfðu safnað saman pólskum einkennisbúningum með hjálp iðnrekandans Oskars Schindlers (sem seinna varð frægur fyrir að bjarga Gyðingum úr klóm dauðasveita Hitlers), sótt slatta af föngum í fangabúðirnar í Dachau og víðar, klætt þá í pólsku búningana og síðan drepið þá með eitursprautum.

Þar næst skotið þá í andlitið svo þeir þekktust ekki.

Honiok var handtekinn 30. ágúst og fluttur til Gleiwitz þar sem hann var svo drepinn líka en þó ekki skotinn í andlitið, því hann átti einmitt að þekkjast.

Kunnur fyrir stuðning sinn við Pólverja sem hann var.

Naujokstók þátt í mörgum skítverkum fyrir Þjóðverja í stríðinu, m.a. að því er talið er morðinu á danska prestinum og rithöfundinum Kaj Munk 1944.

Adolf Hitler hafði rúmri viku fyrr kynnt fyrir herforingjum sínum markmiðin með árásinni á Pólland, sem hann var þá búinn að ákveða. Hann sagði herforingjum sínum að þeir skyldu sýna algjört miskunnarleysi og hvorki hika við að drepa konur né börn.

Og hann bætti við:

„Ég mun sjá okkur fyrir tylliástæðu [fyrir árásinni] í áróðursskyni. Það skiptir engu máli hversu trúverðug hún verður. Sigurvegarinn er aldrei spurður hvort hann segi satt.“

SS-foringinn Reinhard Heydrich mun hafa annast skipulagningu „árásarinnar á útvarpssendistöðina“ í Gleiwitz en sá sem sá um sjálfa framkvæmdina var Alfred Naujoks, frægur þorpari sem tveim mánuðum seinna kom við sögu í annarri blekkingaraðgerð sem ég skrifaði um í Stundina fyrir nokkru og má lesa um hér.

Það fór sem Hitler spáði — ekki margir trúðu því í raun og veru að Pólverjar hefðu verið að verki í Gleiwitz og þeim öðrum stöðum sem „Pólverjar“ réðust á aðfararnótt 1. september 1939.

En það skipti engu máli. Þessi blekkingaraðgerð hafði samt skilað sínu hlutverki við að ræsa stríðsvélar einræðisherrans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu