Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Er nú verið að skipuleggja nýja „árás á Gleiwitz“?

„Árás­in á Gleiwitz“ að­far­arnótt 1. sept­em­ber 1939 var blekk­ing Þjóð­verja til að rétt­læta árás þeirra á Pól­land

Er nú verið að skipuleggja nýja „árás á Gleiwitz“?
Þýskir herforingjar sýna blaðamönnum lík „pólskra“ árásarmanna“ að morgni 1. september 1939.

Síðla kvölds 31. ágúst 1931 réðist vopnaður hópur pólskra hermanna og þjóðernissinna inn í útvarpssendistöð í bænum Gleiwitz rétt við landamæri Póllands og Þýskalands suður í Slesíu.

Pólverjarnir brutu sér leið inn í sendistöðina, læstu þýska tæknimenn niðri í kjallara og einn Pólverjanna settist við hljóðnema og útvarpaði um nágrennið pólskum áróðri, en mikil spenna hafði þá verið millum Pólverja og Þjóðverja allt sumarið.

Ekki höfðu Pólverjarnir þó langan tíma til að vinna myrkraverk sína því nú komu á staðinn hugprúðir þýskir hermenn og náðu að hrekja Pólverjana burt og drepa þá flesta. Síðan kölluðu Þjóðverjar á blaðamenn, bæði þýska og einnig bandaríska og sýndu þeim verksummerki.

Staða mála í september 1939.

Pólverjarnir sem höfðu verið skotnir í gagnárás Þjóðverja á útvarpssendistöðina voru allir klæddir pólskum einkennisbúningum svo bersýnilega hafði verið um að ræða hermenn í opinberum erindagjörðum.

„Og hafi einhverjir efast um þann ofstopa sem Pólverjar hafa sýnt Þjóðverjum að undanförnu, þá er hér komin sönnun þess,“ sögðu þýsku hermennirnir við blaðamennina.

Líkin voru að vísu flest óþekkjanleg þar sem þessir pólsku hermenn höfðu bersýnilega flestallir verið skotnir í andlitið, en Þjóðverjar gátu þó bent blaðamönnum á lík Franciszek Honioks, sem var Pólverji búsettur í Þýskalandi sem var öllum kunnur á svæðinu fyrir að hafa haldið stíft fram málstað Pólverja í deilunum þetta sumar.

Honiok hafði sennilega verið einhvers konar leiðsögumaður pólsku innrásarmannanna en látið sjálfur lífið.

Honiokhefur verið kallaður „fyrsta fórnarlamb síðari heimsstyrjaldar“.

Og þetta var ekki eina árás Pólverja á þýskar bækistöðvar þetta kvöld, sögðu Þjóðverjarnir við blaðamennina. Um það bil tugur árása hafði verið gerður af sama tagi og árásin í Gleiwitz. Sem betur fer tókst allsstaðar að hrekja hina pólsku árásarmenn á brott en mannfall var töluvert í liði beggja.

Þýsku herforingjarnir hristu höfuðið þegar þeir lögðu þetta allt saman fyrir blaðamennina.

Þetta sýnir hvílíkir ofstopamenn Pólverjar eru, sögðu þeir. Einmitt vegna þessara árása hafði Adolf Hitler foringi Þjóðverja neyðst til að grípa til gagnráðstafana nú strax í morgunsárið 1. september.

Þýskur her hafði í sjálfsvarnarskyni ráðist á nokkrum stöðum yfir landamærin, ráðinn í að koma í veg fyrir fleiri grimmdarárásir Pólverja.

Útvarpssendistöðin í Gleiwitz

Við megum þakka fyrir foringjann, sögðu herforingjarnir. Hann lætur ekki vaða yfir okkur.

Og þar með hófst sókn þýskra hersveita inn í Pólland.

Þetta átti í upphafi að heita leiðangur til að verjast ágangi Pólverja og koma í veg fyrir árásir þeirra, en endaði með algjöru hernámi Póllands nokkrum vikum síðar.

En það sem hér skiptir máli er að „árás Pólverja á Gleiwitz“ var tilbúningur Þjóðverja sjálfra. Þeir höfðu safnað saman pólskum einkennisbúningum með hjálp iðnrekandans Oskars Schindlers (sem seinna varð frægur fyrir að bjarga Gyðingum úr klóm dauðasveita Hitlers), sótt slatta af föngum í fangabúðirnar í Dachau og víðar, klætt þá í pólsku búningana og síðan drepið þá með eitursprautum.

Þar næst skotið þá í andlitið svo þeir þekktust ekki.

Honiok var handtekinn 30. ágúst og fluttur til Gleiwitz þar sem hann var svo drepinn líka en þó ekki skotinn í andlitið, því hann átti einmitt að þekkjast.

Kunnur fyrir stuðning sinn við Pólverja sem hann var.

Naujokstók þátt í mörgum skítverkum fyrir Þjóðverja í stríðinu, m.a. að því er talið er morðinu á danska prestinum og rithöfundinum Kaj Munk 1944.

Adolf Hitler hafði rúmri viku fyrr kynnt fyrir herforingjum sínum markmiðin með árásinni á Pólland, sem hann var þá búinn að ákveða. Hann sagði herforingjum sínum að þeir skyldu sýna algjört miskunnarleysi og hvorki hika við að drepa konur né börn.

Og hann bætti við:

„Ég mun sjá okkur fyrir tylliástæðu [fyrir árásinni] í áróðursskyni. Það skiptir engu máli hversu trúverðug hún verður. Sigurvegarinn er aldrei spurður hvort hann segi satt.“

SS-foringinn Reinhard Heydrich mun hafa annast skipulagningu „árásarinnar á útvarpssendistöðina“ í Gleiwitz en sá sem sá um sjálfa framkvæmdina var Alfred Naujoks, frægur þorpari sem tveim mánuðum seinna kom við sögu í annarri blekkingaraðgerð sem ég skrifaði um í Stundina fyrir nokkru og má lesa um hér.

Það fór sem Hitler spáði — ekki margir trúðu því í raun og veru að Pólverjar hefðu verið að verki í Gleiwitz og þeim öðrum stöðum sem „Pólverjar“ réðust á aðfararnótt 1. september 1939.

En það skipti engu máli. Þessi blekkingaraðgerð hafði samt skilað sínu hlutverki við að ræsa stríðsvélar einræðisherrans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár