Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

663. spurningaþraut: Hér er spurt um ættbálk spendýra og frumefni!

663. spurningaþraut: Hér er spurt um ættbálk spendýra og frumefni!

Fyrri aukaspurning:

Hver situr þar hest sinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Við hvaða fjörð stendur Osló, höfuðborg Noregs?

2.  En við hvaða fjörð stendur Búðardalur?

3.  Mjög vinsæl tónlistarkona heitir Laurie Blue Adkins — en þá vantar reyndar fyrsta skírnarnafn hennar, og einmitt það nafn sem hún er langþekktust undir. Hvaða skírnarnafn notar Adkins þegar hún kemur fram? 

4.  Ítalski uppfinningamaðurinn Guglielmo Marconi var talsvert í sviðsljósinu upp úr aldamótunum 1900 og þar á meðal hér á Íslandi þar sem uppfinning hans kom við sögu í miklum innanlandsdeilum. Um hvað snerist þessi helsta uppfinning Marconis?

5.  Hver er þrumuguð norrænna manna?

6.  Hver er einfaldasta skilgreiningin á frumefni? 

7.  Hve mörg voru hin svonefndu undur fornaldar?

8.  Af hvaða dýrategund er teiknimyndapersónan Grettir eða Garfield?

9.  Í hvaða þekktri rokkhljómsveitir hafa bræður að nafni Gallagher lengi deilt af hörku?

10.  Hér var fyrir ekki löngu spurt um hvaða ættbálkur spendýra hefði innan sinna vébanda flestar tegundir, og reyndust það vera nagdýr. En hvaða spendýraættbálkur kemur næst þar á eftir? Ég mæli með að fólk hugsi þetta aðeins áður en svarað er. 

***

Aukaspurning sú hin seinni:

Hvar er brúin hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Oslófjörð.

2.  Hvammsfjörð

3.  Adele.

4.  Loftskeyti. Þið fáið líka rétt fyrir „útvarp“ þó það sé svona á mörkunum.

5.  Þór.

6.  Ekki hægt að skipta því upp í önnur efni.

7.  Sjö.

8.  Köttur.

Garfield, ellegar Grettir

9.  Oasis.

10.  Leðurblökur.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er málverk Davids af Napóleon.

Neðri myndin er af Eyrarsundsbrúnni milli Danmerkur og Svíþjóðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár