„Ég kom hingað fyrir fjórum árum. Hafði horft á EM í fótbolta 2016 og fannst það svo magnað hvað jafn lítilli þjóð eins og Íslandi gekk vel.
Þá var ég í þýskalandi. Systir mín ákvað að koma hingað frá Bandaríkjunum og ég ákvað að fylgja henni nokkrum mánuðum síðar.
Það heillaði mig virkilega við þennan stað hvernig skipulagið á öllu var hérna, en það er eins og eitthvað sé að breytast og mig grunar að það sé út af okkur innflytjendum. Við erum að taka á okkur of mikla vinnu fyrir sömu laun. En Ísland er gullfallegt land. Veðrið hefur engin áhrif á mig. Sumir kvarta út af ljósinu, en ég elska það.
Ég er þannig manneskja að ég er ekkert að breyta einhverju ef það þarf ekki að breyta því. Í augnablikinu elska ég Ísland. En það er eitthvað að breytast og ég er ekki viss um hvort það …
Athugasemdir