Fréttir um að raforkusölufyrirtækið N1 Rafmagn hafi rukkað tiltekna viðskiptavini um hærra rafmagnsverð en það verð sem fyrirtækið hefur auglýst hafa vakið mikla athygli síðustu vikurnar. Samkeppnismarkaðurinn í raforkusölu til einstaklinga og heimila er ungur á Íslandi og virðist þekking á því hvernig þessi markaður virkar ekki vera mjög útbreidd meðal almennings. Um er að ræða þá viðskiptavini N1 Rafmagns sem farið hafa í viðskipti þar í gegnum íslenska ríkið, Orkustofnun, og þrautavaraleiðina svokölluðu.
Þrautavaraleiðin var innleidd í regluverkið um raforkusölu á Íslandi um mitt ár 2020 og er hluti af nýju og breyttu umhverfi raforkusölu á neytendamarkaði hér á landi. Hún gengur út á það að ef neytendur velja sér ekki raforkusala sjálfir, til dæmis eftir að hafa keypt fasteign, þá eru þeir sjálfkrafa settir í viðskipti við svokallaðan orkusala til þrautavara. Orkustofnun ákveður hvaða raforkufyrirtæki á …
Athugasemdir (6)