Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ

Auka­fundi stjórn­ar SÁÁ sem boð­að var til vegna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands lauk rétt í þessu. Á fund­in­um var lýst yf­ir fullu trausti á fram­kvæmda­stjórn SÁÁ, stjórn­end­ur og starfs­fólk sam­tak­anna. Í álykt­un sem sam­þykkt var seg­ir með­al ann­ars, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, að að­gerð­ir SÍ gegn SÁÁ hafi ver­ið yf­ir­drifn­ar og rýri traust al­menn­ings á sam­tök­un­um.

Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ
Framkvæmdastjórn SÁÁ Mynd: Grímur Kolbeinsson

Aukafundur tæplega fimmtíu manna aðalstjórnar SÁÁ hefur lýst yfir stuðningi við framkvæmdastjórn vegna kæru á hendur henni til embættis héraðssaksóknara. Þetta er niðurstaða fundarins, sem boðað var til vegna ákvörðunar Sjúkratryggingar Íslands um að kæra SÁÁ fyrir „gríðarlegt magn“ tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu.

Sjúkratryggingar hafa einnig farið fram á að SÁÁ endurgreiði um 175 milljónir króna vegna málsins. Sjúkratryggingar sendu SÁÁ bréf með niðurstöðu sinni 29. desember síðastliðinn og kynnti Einar Hermannsson niðurstöðuna fyrir framkvæmdastjórn SÁÁ 4. janúar síðastliðinn.

Aðalstjórn SÁÁ sem telur 48 manns var boðuð á aukafund vegna málsins síðdegis. Um var að ræða fjarfund. Í lok fundar var samþykkt ályktun sem enn hefur ekki verið birt opinberlega en Stundin hefur fengið afrit af. Þar er lýst yfir fullu trausti á framkvæmdastjórn, stjórnendur og starfsfólk SÁÁ og þeim þakkað fyrir frábær störf og yfirveguð viðbrögð á fordæmalausum tímum.

Í ályktuninni segir að stjórn SÁÁ harmi framgöngu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rannsókn á SÁÁ

Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
Fréttir

Stjórn­end­ur SÁÁ bera ábyrgð á þjón­ust­unni en ekki starfs­fólk­ið seg­ir for­stjóri SÍ

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir að nið­ur­staða í máli SÁÁ sé feng­in eft­ir ít­ar­lega skoð­un og SÍ hafi ver­ið skylt að til­kynna mál­ið til hér­aðssak­sókn­ara. Ábyrgð á þjón­ust­unni sé al­far­ið stjórn­enda SÁÁ en ekki ein­stakra starfs­manna. Hún seg­ir af­ar ómak­legt að Ari Matth­ías­son, starfs­mað­ur Sjúkra­trygg­inga hafi ver­ið dreg­inn inn í um­ræð­una og sak­að­ur um ómál­efna­leg sjón­ar­mið.
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
Fréttir

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár