Aukafundur tæplega fimmtíu manna aðalstjórnar SÁÁ hefur lýst yfir stuðningi við framkvæmdastjórn vegna kæru á hendur henni til embættis héraðssaksóknara. Þetta er niðurstaða fundarins, sem boðað var til vegna ákvörðunar Sjúkratryggingar Íslands um að kæra SÁÁ fyrir „gríðarlegt magn“ tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu.
Sjúkratryggingar hafa einnig farið fram á að SÁÁ endurgreiði um 175 milljónir króna vegna málsins. Sjúkratryggingar sendu SÁÁ bréf með niðurstöðu sinni 29. desember síðastliðinn og kynnti Einar Hermannsson niðurstöðuna fyrir framkvæmdastjórn SÁÁ 4. janúar síðastliðinn.
Aðalstjórn SÁÁ sem telur 48 manns var boðuð á aukafund vegna málsins síðdegis. Um var að ræða fjarfund. Í lok fundar var samþykkt ályktun sem enn hefur ekki verið birt opinberlega en Stundin hefur fengið afrit af. Þar er lýst yfir fullu trausti á framkvæmdastjórn, stjórnendur og starfsfólk SÁÁ og þeim þakkað fyrir frábær störf og yfirveguð viðbrögð á fordæmalausum tímum.
Í ályktuninni segir að stjórn SÁÁ harmi framgöngu …
Athugasemdir