Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa

Verð á áburði hef­ur því sem næst tvö­fald­ast milli ára. Kostn­að­ar­auki fyr­ir bænd­ur vegna þess nem­ur 2,5 millj­örð­um króna. Gróa Jó­hanns­dótt­ir, sauð­fjár­bóndi í Breið­dal, seg­ir áburð­ar­kaup éta upp 60 pró­sent þess sem hún fær fyr­ir inn­legg sitt í slát­ur­hús. „Það er í raun bil­un í manni að vera að standa í þessu.“

Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa
Vill vera sauðfjárbóndi Gróa, sem hér er ásamt ærinni Gibbu, segir að hún geti ekki hugsað sér að hætta búskap en hins vegar verði að vera hægt að hafa lífsviðurværi af honum. Hún óttast að það sé að verða vonlaust.

Hækkanir á áburðarverði munu að óbreyttu éta upp 60 prósent af því verði sem sauðfjárbóndi á Austurlandi fær fyrir afurðir sínar næsta haust. Gríðarlegt verðfall varð á afurðaverði til bænda á árunum 2016 og 2017 og lætur nærri að sauðfjárbændur hafi vegna þess tapað um sex milljörðum króna í afurðatekjur á þriggja ára tímabili. Verð fyrir lambakjöt til bænda hefur þá alls ekki fylgt almennri verðlagsþróun heldur vantar þar mikið upp á. Gróa Jóhannsdóttir, bóndi á Hlíðarenda í Breiðdal, segir ekkert verða eftir þegar búið er að gera upp kostnað og veltir því alvarlega fyrir sér hvort hún eigi að bregða búi. „Sauðfjárbændur hafa í raun engar tekjur, það er ekki hægt að reikna tekjur af rekstrinum.“

Gríðarlegar verðhækkanir eru orðnar, og fyrirséðar, á tilbúnum áburði og hefur verðið því sem næst tvöfaldast frá fyrra ári. Ástæðanna er einkum að leita í hærra hráefnisverði, hækkun á orkuverði og áhrifum heimsfaraldurs Covid-19 kórónaveirunnar á framboð í heiminum en allur tilbúinn áburður er fluttur inn til landsins. Íslenskir bændur eru verulega háðir notkun á tilbúnum áburði á tún sín, ekki bara svo að uppskera verði nægjanleg að magni heldur að efnainnhald þess fóðurs sem bændur uppskera sé ásættanlegt fyrir búfénað.

Ríkið styrkir bændur um 700 milljónir

Í umsögn Bændasamtaka Íslands við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2022 kom fram að hækki áburðarverð um 50 prósent mynd það þýða kostnaðarauka fyrir bændur upp á 1,3 milljarða króna miðað við að keypt magn á þessu ári yrði hið sama og var á síðasta ári. Hækkunin virðist hins vegar vera enn meiri, eða allt að 100 prósent. Þannig nemur hækkun á áburðarverðskrá SS 98 prósentum milli ára. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis lagði til í desember að bændur yrðu styrktir um 700 milljónir króna vegna hækkunarinnar. Í nefndaráliti meirihlutans kom fram að ef hækkun á áburðarverði myndi fylgja áburðarvísitölu Alþjóðabankans, sem hefur hækkað um 93 prósent milli ára, myndi það þýði 2,5 milljarða kostnaðarauka fyrir bændur. Tillagan um 700 milljóna króna stuðning var samþykkt á fjárlögum.

„Þegar ég fór að setja þetta upp í Excel varð allt hins vegar skuggalega raunverulegt“

Gróa Jóhannsdóttir býr á Hlíðarenda í Breiðdal ásamt Arnaldi Sigurðssyni manni sínum en þar reka þau sauðfjárbú með um 300 vetrarfóðruðum kindum. Bæði vinna þau vinnu utan búsins eins og líklega flestir sauðfjárbændur á Íslandi. Um síðustu helgi hugðist Gróa panta áburð fyrir komandi vor, meðvituð um þær hækkanir sem orðið hefðu. „Þegar ég fór að setja þetta upp í Excel varð allt hins vegar skuggalega raunverulegt.“ Gróa segir að á síðasta ári hafi 31,5 prósent þeirrar upphæðar sem búið fékk frá sláturhúsi fyrir innlegg sitt farið til áburðarkaupa. Kaupi hún sama magn áburðar í ár færi 62,5 prósent afurðaverðs síðasta hausts til að greiða áburðinn. Vissulega geti orðið hækkanir á afurðaverði næsta haust en það séu þó fuglar í skógi en ekki í hendi.

Hrun á afurðaverði fyrir fimm árum

Árið 2016 og einkum árið 2017 varð algjört hrun á afurðaverði til bænda. Frá árinu 2007 til 2013 hafði afurðaverð farið nokkuð hækkandi ár frá ári og árið 2013 fengu bændur 594 krónur fyrir kíló af lambakjöti. Verðið hélst á svipuðum slóðum næstu tvö ár og árið 2015 var kílóverðið 604 krónur. Haustið 2016 lækkaði afurðaverð á lambakjöti hins vegar um 9,1 prósent og árið eftir, 2017, um 30 prósent. Það haust fengu bændur 387 krónur fyrir kíló af lambakjöti, aðeins 64 prósent þess verðs sem fengist hafði tveimur árum áður.

Heldur ekki í við verðlagsþróunTölur Hagstofunnar sýna að eftir verðfallið sem varð á árunum 2016 og 2017 hefur þróun á kílóverði fyrir kindakjöt verið langr frá því að halda í við almenna verðlagsþróun.

Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um afkomu sauðfjárbænda á Íslandi og skilað var í maí á síðasta ári má gera ráð fyrir að verðfallið hafi numið um 6 milljörðum króna í afurðatekjum til bænda á árunum 2017 til 2019. Árið 2019 var beinn framleiðslukostnaður bónda á kíló af lambakjöti 1.133 krónur. Það ár var meðalverð frá sláturhúsi til bænda 469 krónur á kíló. Í sömu skýrslu kemur fram að að meðaltali tapaði sauðfjárbú á Íslandi 103 þúsund krónum árið 2018.

Verð hefur stigið síðan þá, en síðasta haust var það þó enn langt frá því sem var þegar hæst var árið 2015. Síðasta haust var kílóverð 532 krónur, eða 88 prósent af því verði ársins 2015. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá árinu 2013 hefði það átt að vera um 725 krónur síðastliðið haust, um 27 prósent hærra en var.  

Ekkert upp úr búskapnum að hafa

Bara yndisarðurGróa segir að það verði ekkert eftir þegar búið er að greiða fyrir öll aðföng sem búskapurinn krefst.

Gróa segir að jörðin Hlíðarendi beri ekki að dregið verði úr áburðarnotkun til að vinna gegn kostnaðaraukanum. Land á Austfjörðum sé frekar rýrt og þar af leiðandi áburðarfrekt. „Það er mjög áleitin spurning hvað við eigum eiginlega að gera.“

Spurð hvort 700 milljóna króna stuðningur stjórnvalda til bænda breyti engu þar um svarar Gróa því til að auðvitað hjálpi stuðningurinn. Hins vegar sé fátt sem bendi til þess að áburðarverðshækkanir verði gengnar til baka á næsta ári og auk þess sé ljóst að önnur aðföng muni einnig hækka. „Í hvaða stöðu er atvinnugrein ef hún þarf alltaf að leita til ríkisvaldsins ef eitthvað bjátar á? Þarf þá ekki að breyta einhverju, þannig að við séum ekki alltaf í síðasta gati á beltinu? Síðan 2017, þegar verulegt verðfall varð á lambakjöti, höfum við í raun ekkert haft upp úr þessu nema yndisarðinn. Þá hlýtur maður að hugsa að hvort maður næði ekki sama yndisarði þó maður hætti sauðfjárbúskap sem atvinnu og fækkaði bara fé niður í nokkra tugi. Vissulega er maður að reyna að nýta fjárfestingar en til hvers er að nýta þær ef maður hefur ekkert upp úr því.“

„Það verður ekkert eftir“

Áburðarkaup eru fjarri því að vera eini kostnaðarliðurinn við rekstur sauðfjárbúa. Það þarf olíu á vélar, heyrúlluplast, kjarnfóður, rafmagn, viðhald og endurbætur á húsum auk ótal margra annarra þátta sem skapa kostnað. Ljóst er að flestir þessa kostnaðarliða hafa hækkað eða munu hækka á næstunni, þannig er verð á kjarnfóðri til að mynda tengt við áburðarverð. Spurð hvað verði þá eftir af því sem sláturhúsin greiða fyrir kjötið þegar allir kostnaðarliðir hafi  greiddir er Gróa snögg til svars:

„Það verður ekkert eftir. Fyrir utan greiðslur fyrir kjöt kemur til ríkisstuðningur en það er í sjálfu sér sama, það er ekkert eftir. Sauðfjárbændur hafa í raun engar tekjur, það er ekki hægt að reikna tekjur af rekstrinum. Tekjur sem fólk er að fá af vinnu utan búsins fara síðan inn í búreksturinn. Það er aðvitað alveg klikkað, það er í raun bilun í manni að vera að standa í þessu.“

Afskaplega dýrt áhugamál

Sauðfjárbúskapur er, miðað við lýsingar Gróu, því farinn að líkjast og afskaplega dýru áhugamáli. „Auðvitað er það það,“ segir Gróa og bætir við: „Það var vissulega afar klaufalegt hjá Kristjáni Þór Júlíusson fyrrverandi landbúnaðarráðherra þegar hann sagði að sauðfjárbúskapur væri lífstíll. En er það ekki þannig að fólk velur sér oft á tíðum störf vegna lífsstíls. Er ekki lífstíll hjá þér að vera blaðamaður, starf sem þú velur að vera í vegna þess að þú hefur ástríðu fyrir því? Það er rétt eins og saufjárbúskapurinn, fólk hefur ástríðu fyrir því. Það þyrfti hins vegar að vera hægt að lifa af því.“

„Ég held bara að þetta sé að verða vonlaust“

Spurð hvort hún sjái einhverjar leiðir út úr þeim ógöngum sem búgreinin er komin í verður fátt um svör hjá Gróu. Hún nefnir þó að hún telji mikilvægt að sláturhúsum verði gert kleift að vinna saman rétt eins og afurðastöðvum í mjólkuriðnaði er heimilt, með því mætti draga úr kostnaði við slátrun og markaðssetningu sem aftur ætti að skila sér til bænda. Það dugi þó tæpast til. Spurð hvort hún telji að mögulega væri rétt að beita styrkjum til að stuðla að búsetu, svo land haldist í byggð, en slíkir styrkir eru þekktir með ýmsu móti innan Evrópusambandsins til að mynda, svarar Gróa því til það væri hugsanlegur möguleiki. „Það er ein leiðin en ég held að það þurfi alltaf einhvern vegin að styrkja þennan búskap líka. Það skiptir máli að framleiða matvæli hér á landi og það þarf líka mannlíf til sveita. Sauðfjárbúskapur er líka samfélagsleg ábyrgð, um leið og einn dettur út eykst vinnuálag á öðrum bændum í sveitinni.“

Gróa segir að hún sé alvarlega farin að velta fyrir sér að hætta búskap. „Maður hugsar í alvöru, þetta gengur ekki lengur Gróa. Svo kemur maður í fjárhúsin og horfir á féð og hugsar með sér: Nei, ég get ekki hætt, þetta er bara ég. Ég vil vera sauðfjárbóndi, hjartað er þar. Mig langar að telja mér trú um að það sé hægt að hafa lífsviðurværi af því en ég held bara að þetta sé að verða vonlaust. Mig langar ekki til að vera svartsýn en því miður sé ég bara ekki hvernig á að láta þetta dæmi ganga upp og sú spurning leitar á mig hvort þetta verði í síðasta skipti eða næst síðasta skipti sem ég sest niður til að panta áburð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Ingimarsson skrifaði
    Er þá ekki bara að snúa sér að einhverju öðru?
    0
  • Guðjón Sigurbjartsson skrifaði
    Svo er framleiðsla lambakjöts líklega óumhverfisvænasta kjötframleiðsla í veröldinni þegar þess er gætt að bústofninn nagar allann nýgræðing og fær að ganga laus við þá iðju.
    0
  • ÁJ
    Ágúst Jónatansson skrifaði
    Fyrrverandi landbúnaðarráðherra sagði nú Sauðfjárrækt lífstíl frekar en atvinnugrein ?
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Enn og aftur, Sauðfjárbændur eru of margir, allt of margir. Það er offramleiðslu á kjöti. þið bændur sem búið á háhitasvæðum, breytið fjárhúsunum og hlöðu í gróðurhús. Ræktið korn og kál á túnum, grænmeti og ávexti í húsum.
    0
  • Jóhann Arnaldsson skrifaði
    Flott grein
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár