Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?

80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?
Wannsee-höllin — á þessum friðsæla stað voru skipulögð fjöldamorð af ískaldri og vélrænni nákvæmni eins og um hver önnur skrifstofustörf væri að ræða.

Það gerðist fyrir sléttum 80 árum.

Fimmtán karlar á miðjum aldri komu saman á ráðstefnu í svolítilli höll við Wannsee-vatn spölkorn suðvestur af Berlín. Við vatnið voru og eru Berlínarbúar vanir að hafa það huggulegt og njóta útilífs en þá var hávetur og ekki margir á ferli sem fylgdust með hverri svartri límúsínunni af annarri renna að höllinni aftanverðri og ganga inn með skjalatöskur sínar.

En þeir fáu sem fylgdust með bílunum koma hefðu sjálfsagt ekki getað ímyndað sér hvað var að hefjast þennan þriðjudagsmorgun 20. janúar 1942.

Fundurinn var haldinn undir merkjum SS-sveitanna sem voru þá orðnar allsráðandi í þýskri stjórnsýslu.

Þarna voru sex háttsettir SS-menn og stýrði sá æðsti þeirra fundinum, illmennið Reinhard Heydrich, sérlegur aðstoðarmaður Heinrichs Himmlers yfirmanns SS og auk þess yfirmaður sameinaðrar öryggislögreglu ríkisins, RSHA.

Níu fulltrúar ríkisins voru mættir, aðstoðarráðherrar eða ráðuneytisstjórar í helstu ráðuneytum.

Og fundarefnið var einfalt:

Að skipuleggja morð á milljónum manna.

Allt frá því að nasistar náðu völdum í Þýskalandi 1933 höfðu þeir ofsótt Gyðinga, eins og þeir höfðu reyndar lofað hátíðlega árum saman að þeir myndu gera. Ofsóknirnir stigmögnuðust með hverju árinu og urðu grimmilegri og ofsafengnari. Æ fleiri létu lífið, þótt það færi að mestu leynt fyrstu árin.

Þegar árásarstríð Þjóðverja inn í Pólland hófst í september 1939 sendu Þjóðverjar á hæla hersveita sinna sérsveitir sem höfðu þann eina tilgang að smala saman og drepa Gyðinga. Sama varð upp á teningnum og í mun ríkari mæli þegar innrásin í Sovétríkin hófst sumarið 1941.

Þá mátti heita ljóst að fjöldamorð á Gyðingum voru beinlínis stefna Þjóðverja. Og hér nægir ekki að tala eingöngu um Nasistaflokkinn því þegar innrásin hófst hafði herinn gengið fúslega til samstarfs við SS-sveitirnar og sérsveitirnar um að Gyðinga skyldi drepa.

Þetta var hins vegar ekki viðurkennt opinberlega og stjórn Hitlers var nokkuð lengi að ákveða hvernig skyldi standa að Gyðingamorðunum. Hitler sjálfur mun um tíma hafa verið hlynntur því að flytja þá alla á staði skammt að baki víglínunnar í Rússlandi og skjóta þá þar og fullyrða að um væri að ræða skæruliða — eða hryðjuverkamenn.

Það var hins vegar varla gerlegt að halda upp miklum járnbrautarferðum svo langt austur, og því var loks ákveðið að setja upp sérstakar útrýmingarbúðir — ekki síst í Póllandi eða „Generalgouvornement“ — og myrða þar á færibandi.

Það var ekkert smáræðisverk að skipuleggja útrýmingu milljóna manna.Hér má sjá fangabúðir Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld. Rauðu deplarnir eru hinar eiginlegu dauðabúðir sem fóru á fullt eftir fundinn í Wannsee. En í þeim öllum var fjöldi fólks tekinn af lífi.

Og til þess að skipuleggja þau fjöldamorð var fundurinn í Wannsee haldinn.

Þar átti að skipuleggja „lokalausnina“ á „Gyðingavandamálinu“.

Rétt er að geta þess að í sjálfu sér var ekkert nýtt ákveðið í Wannsee. Það var búið að marka stefnuna og að stefnt skyldi að útrýmingu allra Gyðinga, og líka í stórum dráttum um hvernig það skyldi gert.

Það var til dæmis búið að semja við þýsku járnbrautirnar um aðkomu þeirra að fjöldaflutningum Gyðinga austur á bóginn og í útrýmingarbúðirnar. Þess vegna var enginn fulltrúi þeirra í Wannsee.

Og það var líka löngu búið að tryggja fulla samvinnu hersins, eins og ég nefndi áðan.

Þess vegna voru heldur engir herforingjar í Wannsee.

En þegar 15-menningarnir fóru frá Wannsee seinnipartinn var allt klappað og klárt og allir vissu nú hvaða hlutverki þeir áttu að gegna í morðvélinni sem svo malaði allt til stríðsloka.

Löngu eftir að stríðsgæfan snerist gegn Þjóðverjum og það hefði verið miklu vænlegra fyrir þá að hætta að eyða orku og kröftum í að drepa Gyðinga, en einbeita sér að vörnum ríkisins, þá hélt vélin frá Wannsee samt áfram að mala og raunar nánast fram á síðasta dag.

Að drepa Gyðinga var mikilvægara fyrir nasista en að vernda líf Þjóðverja.

Margt hefur maðurinn á samviskunni en eitt það allra skelfilegasta hlýtur að vera fundurinn í Wannsee. Að þar komi saman 15 óvitlausir menn að mestu og eyði í það deginum að skipuleggja í smáatriðum morð á milljónum kvenna, karla, barna — og svo er kaffihlé og haldið áfram — það er einhvern veginn skelfilegra en orð fá lýst.

Og sýnir út í hvaða myrkviði mannssálin getur leiðst ef hún gætir sín ekki.

Hverjir voru mættir?

Heydrich

Reinhard Heydrich — yfirmaður RSHA. Jafnframt öðrum störfum var hann landstjóri Þjóðverja í Prag og þar var hann myrtur af tékkneskum útsendurum frá London í júní 1942.

Otto Hofmann — yfirmaður kynþáttaskrifstofu SS. Árið 1948 var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir aðild sína að útrýmingu Gyðinga en látinn laus 1954. Ekki hef ég skýringar á þeirri mildi. Hann starfaði síðan sem skrifstofumaður og lést 1982.

Heinrich Müller — yfirmaður Gestapo og innsti koppur í búri í Gyðingamorðunum. Hann hvarf í stríðslok og líklega féll hann á lokadögunum í Berlín eða nágrenni. Ýmsar sögur eru þó til um að hann hafi komist undan og lifað vel og lengi síðan.

Adolf Eichmann — yfirmaður Gyðingadeildar SS. Þá undirmaður Müllers en gegndi æ stærra hlutverki við skipulagningu morðanna. Handsamaður af ísraelskum leyniþjónustumönnum í Argentínu 1960 og tekinn af lífi eftir dauðadóm 1962.

Schöngarth

Karl Eberhard Schöngarth — yfirmaður morðsveita í Póllandi og víðar. Bar persónulega ábyrgð á dauða þúsunda Gyðinga en var tekinn af lífi 1948 fyrir morð á enskum flugmanni í Hollandi 1944.

Rudolf Lange — háttsettur í RSHA og sérsveitum SS. Annaðist meðal annars morð á lettneskum Gyðingum. Féll eða framdi sjálfsmorð í Poznan í Póllandi í febrúr 1945 þegar hersveitir Rauða hersins lögðu undir borgina.

Gerhard Klöpfer — var í SS en mætti til Wannsee sem næstæðsti embættismaður Ríkiskanslaraskrifstofunnar á eftir Martin Bormann. Klöpfer var handtekinn eftir stríðið og ákærður fyrir stríðsglæpi en látinn laus vegna skorts á sönnunum. Hann gerðist lögfræðingur og dó 1987, síðastur þeirra sem sátu Wannsee-fundinn.

Freisler

Roland Freisler — aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu og einn helsti dómari Þýskalands. Lét dæma til dauða fjölda andstæðinga Hitlers. Féll í loftrás bandamanna á Berlín í febrúar 1945.

Georg Leibbrandt — aðstoðarráðherra hernumdu svæðnna í austri. Ákærður fyrir að eiga þátt í útrýmingu Gyðinga en látinn laus 1950. Hann lést 1982.

Alfred Mayer — vann í sama ráðuneyti. Hann svipti sig lífi rétt fyrir stríðslok.

Josef Bühler — aðstoðarráðherra Póllandsmála. Hann féll í hendur Pólverja í stríðslok og þeir voru ekki jafn miskunnsamir og sumir dómstólar vestar í Evrópu. Bühler var tekinn af lífi 1948.

Wilhelm Stuckart — innanríkisráðuneytinu. Hann var dreginn fyrir dóm bandamanna eftir stríð en látinn laus 1949. Árið 1953 dó hann í bílslysi í Hannover. Grunsemdir eru um að útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar hafi sviðsett bílslysið en það hefur þó ekki sannast.

Erich Neumann — aðstoðarráðherra áætlanagerðar. Handtekinn eftir stríð en látinn laus vegna heilsuleysis 1948 og dó skömmu síðar.

Kritzinger

Friedrich Kritzinger — ráðuneytisstjóri í Ríkiskansellínu. Rétt eftir Wannsee-fundinn reyndi hann að segja af sér og hafa sumir talið að honum hafi blöskrað það sem þar fór fram. Engar sannanir eru þó til um þá afstöðu. Honum var neitað um að láta af störfum og hélt þá áfram störfum, meðal annars að málum sem lutu að niðurstöðum Wannsee-fundarins. Eftir stríð lýsti hann því yfir að hann skammaðist sín fyrir voðaverk nasista. Hann var þó dreginn fyrir dóm en látinn laus vegna heilsuleysis og dó 1947.

Martin Luther — aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu. Það er næsta kaldhæðnislegt að alnafni hins víðkunna siðbreytingamanns Martins Luthers skuli hafa setið Wannsee-fundinn, því siðbreytingamaðurinn var jú ákafur og stækur Gyðingahatari.

Þessi Martin Luther var þó ekki svo vitað sé afkomandi nafna síns af 16. öld, enda bæði „Martin“ og „Luther“ algeng nöfn.

Luther fékk það hlutverk eftir Wannsee-fundinn að sannfæra leppríki Þýskalands um að vera dugleg við að senda Gyðinga í útrýmingarbúðirnar í Póllandi. Árið 1944 var hann sendur í fangabúðirnar Sachsenhausen eftir að hafa gert tilraun til að ryðja yfirmanni sínum Ribbentrop utanríkisráðherra úr stóli. Hann var um síðir frelsaður (ásamt Leifi Müller og fleirum) af Rússum í apríl 1945 en dó fjórum vikum síðar eftir hjartaáfall.

Árið 1947 fannst í skjalasafni Luthers fundargerð frá Wannsee-fundinum sem Heydrich hafði látið senda öllum þátttakendum.

Þannig frétti umheimurinn af fundinum.

Skjal sem Eichmann lagði fram í Wannsee.Þarna eru tíundir allir Gyðingar sem átti að drepa, einnig í löndum sem Þýskaland hafði ekki enn náð yfirráðum yfir. 11 milljónir skyldu myrtar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bjorn Hilmarsson skrifaði
    Á maður sem sagt ekki að kalla fólk Nazista sem maður er ósammála?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Málsvörn gegn ómaklegum málalyktum
4
GagnrýniGeir H. Haarde - ævisaga

Málsvörn gegn ómak­leg­um mála­lykt­um

Fjár­mála­hrun­ið ár­ið 2008 var hluti af al­þjóð­leg­um vendipunkti sem enn er til um­ræðu og grein­ing­ar. Með ís­lenska bjart­sýni, æðru­leysi og sam­stöðu að vopni fer for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands frá þeim tíma, Geir H. Haar­de, yf­ir sögu sína og at­burði þá sem leiddu hann fyr­ir Lands­dóm eft­ir að hafa stað­ið í brim­rót­inu sjálfu sem hefði getað sökkt þjóð­ar­skút­unni.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu