Forstjóri dótturfyrirtækis norska laxeldisfyrirtækisins Salmar AS segir að mikilvægt sé að hefja framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum fjarri ströndum landa til að tryggja sjálfbærni í framleiðslu á heilnæmum sjávarafurðum. Salmar AS er eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands, og framleiðir það eldislax á Vestfjörðum. Samhliða því að eiga Arnarlax hefur Salmar stofnað fyrirtækið SalMar Aker Ocean sem hyggst framleiða allt að 150 þúsund tonn af eldislaxi í sérstökum aflandskvíum, fjarri ströndum Noregs, fyrir árið 2030. Orðin um sjálfbærni aflandseldisins, í samanburði við sjókvíaeldi nærri ströndum landa eins og Salmar AS stundar á Íslandi, koma fram í fréttatilkynningu frá SalMar Aker Ocean til norsku kauphallarinnar.
Fréttatilkynningin er send út vegna þess að nýr forstjóri, Roy Reite, hefur verið ráðinn yfir SalMar Aker Ocean. Stofnun fyrirtækisins er samstarfsverkefni Salmar AS og fyrirtækis Kjell Inge Rökke, sem er einn ríkasti maður Noregs. Fyrirtæki Kjell Inge heitir Aker.
Í fréttatilkynningunni er haft …
Athugasemdir