Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Björn Zoëga með tæpar 5 milljónir á mánuði í Svíþjóð og Íslandi

Sænskt dag­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins, og set­ur í sam­band við laun sænska for­sæt­is­ráð­herr­ans. Magda­lenu And­er­son. Björn er með helm­ingi hærri laun en hún. Sænska blað­ið set­ur laun­in í sam­hengi við aukastarf Björns fyr­ir heil­brigð­is­ráð­herra á Ís­landi sem Björn fær tæp­lega 1100 þús­und fyr­ir á mán­uði sam­hliða for­stjóra­laun­un­um. Björn seg­ist ekki hafa ver­ið bú­inn að kanna laun sín á Ís­landi.

Björn Zoëga með tæpar 5 milljónir á mánuði í Svíþjóð og Íslandi
Í tvöfaldri vinnu Björn er í fullri vinnu bæði hjá Karolinska í Stokkhólmi og hjá heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar á Íslandi.

Forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, Björn Zoëga, er með tæplega 5 milljónir króna á mánuði í laun í Svíþjóð og á Íslandi. Launamál Björns hafa verið til umfjöllunar í sænska blaðinu Dagens Nyheter og segir þar að hann sé með rúmlega 270 þúsund sænskar krónur, tæplega 3.9 milljónir íslenskra króna í laun á mánuði. Auk þess er Björn með tæplega 1.1 milljón íslenskra króna á mánuði fyrir að vera ráðgjafi heilbrigðisráðherrans á Íslandi, Willums Þórs Þórssonar. Samtals eru laun hans því tæplega 5 milljónir króna. 

Þessi laun Björns eru sett í samhengi við laun sænska forsætisráðherrans, Magdalenu Anderson, sem er með 180 þúsund sænskar krónur á mánuði, eða tæplega 2.6 milljónir íslenskra króna á mánuði. Björn er því með helmingi hærri laun en hún fyrir forstjórastarfið á Karolinska-sjúkrahúsinu. Laun Björns eru í fréttinni í Dagens Nyheter auk þess sett í samhengi við laun fleiri stjórnenda hjá ríkinu og sveitarfélögum í Svíþjóð. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þór Gunnlaugsson skrifaði
    Þetta eru serfræðingslaun og sumir toppar a heilsugæslum her eru sagðir nalagt 8milljonum a manuði
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár