„Ég fór í smá „burn out“ fyrir nokkrum árum,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari, danshöfundur og listdansstjóri Íslenska dansflokksins, sem þurfti í kjölfarið hjálp til að finna gleðina og hamingjuna. „Núna fer ég næstum því að skæla,“ segir hún en það tekur enn þá stundum á að tala um þetta allt saman.
„Það var þannig að ég fór að tala um MeToo-tengt mál sem ég hafði ekki getað tjáð mig um og þagað yfir í um 20 ár og það í bland við vinnuálag og fleira; ég vann líklega yfir mig og var búin að vera að gera það í áraraðir. Ég var mikið erlendis í vinnuferðum og svo orðin yfirmaður í stofnun. Það var rosa mikið að gera í stórum verkefnum og svo var ég komin með tvö börn,“ segir Erna.
MeToo-málið átti sér stað erlendis fyrir um 20 árum síðan. „Það eru málaferli út af því í gangi enn …
Athugasemdir