Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er hið svonefnda Stonehenge?
2. Um hvern skrifaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ævisögu í þrem bindum?
3. Ef við nefndum flór, strá og mola — hvaða orði væri þá hæglega unnt að skjóta aftan við þau öll?
4. Hvað heitir stærsta borgin í Kasakstan, þar sem átök hafa staðið að undanförnu?
5. Hversu mörg eru frumefni lotukerfisins: 13, 86, 118 eða 213?
6. Hvað fékkst Virginia Woolf við í lífinu?
7. Hver er syðstur hinna eiginlegu Vestfjarða er snúa út að Grænlandssundi?
8. Af hverju reiddust stjórnmálaleiðtogar landsins við Svein Björnsson ríkisstjóra (og verðandi forseta) 1942?
9. Brandí er sérstök tegund af sterkum vínum. Í hvaða héraði í hvaða landi er þekktasta brandíið framleitt?
10. Eitt af vinsælli lögum ársins á Íslandi árið 2021 heitir Rólegur kúreki. Hver syngur?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fána má sjá hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Englandi, Bretlandi.
2. Steingrím Hermannsson.
3. Sykur.
4. Almatí.
5. 118.
6. Ritstörf.
7. Patreksfjörður.
8. Hann skipaði utanþingsstjórn.
9. Héraðinu Cognac í Frakklandi.
10. Bríet.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan á Alþingi Íslendinga.
Á neðri myndinni er fáni Nepals.
Athugasemdir