Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

628. spurningaþraut: Lotukerfið, brandí, Sveinn Björnsson, margt fleira

628. spurningaþraut: Lotukerfið, brandí, Sveinn Björnsson, margt fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er hið svonefnda Stonehenge?

2.  Um hvern skrifaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ævisögu í þrem bindum?

3.  Ef við nefndum flór, strá og mola — hvaða orði væri þá hæglega unnt að skjóta aftan við þau öll?

4.  Hvað heitir stærsta borgin í Kasakstan, þar sem átök hafa staðið að undanförnu?

5.  Hversu mörg eru frumefni lotukerfisins: 13, 86, 118 eða 213?

6.  Hvað fékkst Virginia Woolf við í lífinu?

7.  Hver er syðstur hinna eiginlegu Vestfjarða er snúa út að Grænlandssundi?

8.  Af hverju reiddust stjórnmálaleiðtogar landsins við Svein Björnsson ríkisstjóra (og verðandi forseta) 1942?

9.  Brandí er sérstök tegund af sterkum vínum. Í hvaða héraði í hvaða landi er þekktasta brandíið framleitt?

10.  Eitt af vinsælli lögum ársins á Íslandi árið 2021 heitir Rólegur kúreki. Hver syngur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fána má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Englandi, Bretlandi.

2.  Steingrím Hermannsson.

3.  Sykur.

4.  Almatí.

5.  118.

6.  Ritstörf.

7.  Patreksfjörður.

8.  Hann skipaði utanþingsstjórn.

9.  Héraðinu Cognac í Frakklandi.

10.  Bríet.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan á Alþingi Íslendinga.

Á neðri myndinni er fáni Nepals.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár