Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

628. spurningaþraut: Lotukerfið, brandí, Sveinn Björnsson, margt fleira

628. spurningaþraut: Lotukerfið, brandí, Sveinn Björnsson, margt fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er hið svonefnda Stonehenge?

2.  Um hvern skrifaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ævisögu í þrem bindum?

3.  Ef við nefndum flór, strá og mola — hvaða orði væri þá hæglega unnt að skjóta aftan við þau öll?

4.  Hvað heitir stærsta borgin í Kasakstan, þar sem átök hafa staðið að undanförnu?

5.  Hversu mörg eru frumefni lotukerfisins: 13, 86, 118 eða 213?

6.  Hvað fékkst Virginia Woolf við í lífinu?

7.  Hver er syðstur hinna eiginlegu Vestfjarða er snúa út að Grænlandssundi?

8.  Af hverju reiddust stjórnmálaleiðtogar landsins við Svein Björnsson ríkisstjóra (og verðandi forseta) 1942?

9.  Brandí er sérstök tegund af sterkum vínum. Í hvaða héraði í hvaða landi er þekktasta brandíið framleitt?

10.  Eitt af vinsælli lögum ársins á Íslandi árið 2021 heitir Rólegur kúreki. Hver syngur?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fána má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Englandi, Bretlandi.

2.  Steingrím Hermannsson.

3.  Sykur.

4.  Almatí.

5.  118.

6.  Ritstörf.

7.  Patreksfjörður.

8.  Hann skipaði utanþingsstjórn.

9.  Héraðinu Cognac í Frakklandi.

10.  Bríet.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan á Alþingi Íslendinga.

Á neðri myndinni er fáni Nepals.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu