Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

624. spurningaþraut: Hvaða land er þarna í austri?

624. spurningaþraut: Hvaða land er þarna í austri?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá kort yfir upphaf mestu sjóorrustu fyrri heimsstyrjaldarinnar sem háð var um mánaðamótin maí-júní 1916. Hvaða land er það sem sést (grænt að lit) í austri á þessu skjáskoti?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hluti af (fyrrverandi) lifandi verum er mjög vinsælt að nota í fína skartgripi?

2.  Hvað heita Eystrasaltslöndin öll þrjú?

3.  Þýskur læknir hét Franz Mesmer, hann dó 1815. Hann setti fram kenningar um eins konar lífsafl sem hann taldi að umlyki allar lifandi verur og með því gætu þær haft áhrif hver á aðra. Kenningar Mesmers reyndust eiga sér litla stoð en þær eru þó taldar að vissu leyti grundvöllur undir ákveðið fyrirbæri sem þróast tók á 19. öld. Hvaða fyrirbæri var það?

4.  Hver lék skipstjóra sem andaðist heldur sviplega í fyrsta þætti Verbúðarinnar?

5.  En hver leikur skipstjórann sem tók við af honum?

6.  Hvað þýðir orðið „plié“ þegar um ballett er að ræða?

7.  Hvernig dýr var Auðhumla?

8.  Hve margir ræningjar voru krossfestir með Jesúa frá Nasaret samkvæmt guðspjöllum?

9.  Hvað heitir fjallið sem sjá má milli Akrafjalls og Esju þegar horft er frá Reykjavík?

10.  Hver lék aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni Karlakórinn Hekla árið 1992?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi ungi karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Perlur. Að athuguðu máli, þá telst „raf“ (trjákvoðan) líka rétt.

2.  Eistland, Lettland og Litháen.

3.  Dáleiðsla.

4.  Ingvar Sigurðsson.

5.  Björn Hlynur.

6.  Hnjábeigju.

7.  Kýr.

8.  Tveir.

9.  Skarðsheiði.

10.  Ragnhildur Gísladóttir.

***

Svarið við fyrri aukaspurningu er Danmörk. Sjá hér:

Svarið við seinni aukaspurningu er Einstein.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár