Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

624. spurningaþraut: Hvaða land er þarna í austri?

624. spurningaþraut: Hvaða land er þarna í austri?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá kort yfir upphaf mestu sjóorrustu fyrri heimsstyrjaldarinnar sem háð var um mánaðamótin maí-júní 1916. Hvaða land er það sem sést (grænt að lit) í austri á þessu skjáskoti?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hluti af (fyrrverandi) lifandi verum er mjög vinsælt að nota í fína skartgripi?

2.  Hvað heita Eystrasaltslöndin öll þrjú?

3.  Þýskur læknir hét Franz Mesmer, hann dó 1815. Hann setti fram kenningar um eins konar lífsafl sem hann taldi að umlyki allar lifandi verur og með því gætu þær haft áhrif hver á aðra. Kenningar Mesmers reyndust eiga sér litla stoð en þær eru þó taldar að vissu leyti grundvöllur undir ákveðið fyrirbæri sem þróast tók á 19. öld. Hvaða fyrirbæri var það?

4.  Hver lék skipstjóra sem andaðist heldur sviplega í fyrsta þætti Verbúðarinnar?

5.  En hver leikur skipstjórann sem tók við af honum?

6.  Hvað þýðir orðið „plié“ þegar um ballett er að ræða?

7.  Hvernig dýr var Auðhumla?

8.  Hve margir ræningjar voru krossfestir með Jesúa frá Nasaret samkvæmt guðspjöllum?

9.  Hvað heitir fjallið sem sjá má milli Akrafjalls og Esju þegar horft er frá Reykjavík?

10.  Hver lék aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni Karlakórinn Hekla árið 1992?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi ungi karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Perlur. Að athuguðu máli, þá telst „raf“ (trjákvoðan) líka rétt.

2.  Eistland, Lettland og Litháen.

3.  Dáleiðsla.

4.  Ingvar Sigurðsson.

5.  Björn Hlynur.

6.  Hnjábeigju.

7.  Kýr.

8.  Tveir.

9.  Skarðsheiði.

10.  Ragnhildur Gísladóttir.

***

Svarið við fyrri aukaspurningu er Danmörk. Sjá hér:

Svarið við seinni aukaspurningu er Einstein.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár