Fyrri aukaspurning:
Hvaða dýr má sjá á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver var söngvari hljómsveitarinnar Síðan skein sól?
2. Margrét Sigfúsdóttir hefur stýrt skóla einum í Reykjavík í rúm 20 ár. Hún var líka einn stjórnenda sjónvarpsþáttarins Allt í drasli um tíma fyrir 15 árum eða svo. Hvaða skóla stýrir Margrét?
3. Í hvaða landi er borgin Hannover?
4. Íslensku bókmenntaverðlaunin verða brátt afhent. Meðal tilnefndra skáldverka er skáldsagan Olía. Hvað er óvenjulegt við hana?
5. Hvað heitir eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands?
6. Íslenska hestakynið þykir smávaxið. Í nágrannalandi okkar er þó til hestakyn enn smærra og kennt við eyjar nokkrar. Hvað heita þær?
7. „Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg / stórir komu skarar, af álfum var þar nóg. / Blésu þeir í sönglúðra og bar þá að mér fljótt, / og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.“ Þetta er íslensk þýðing á ljóði eftir þýskt skáld sem hét ... hvað?
8. En hver þýddi?
9. Hversu margar eru Mósebækur Biblíunnar?
10. Nefnið að minnsta kosti eina þeirra — semsé hinu grískættaða eða alþjóðlega heiti. Lárviðarstig fæst fyrir að þekkja rétt nöfn á þeim öllum.
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fljót rennur hér undir þessa brú? (Myndinni hnuplaði ég af mbl.is — Sigurður Bogi tók hana.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Helgi Björnsson.
2. Hússtjórnarskólanum.
3. Þýskalandi.
4. Höfundar eru margir.
5. Eliza Reid.
6. Hjaltlandseyjum, Shetlandi.
7. Heine.
8. Jónas Hallgrímsson.
9. Fimm.
10. Genesis, Exodus, Leviticus, Numeri og Deuteronomium.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er litla ljósaxla leðurblakan frá Suður-Ameríku, en svarið leðurblaka dugir alveg.
Á neðri myndinni er það Þjórsá sem rennur undir brúna.
Athugasemdir (1)