Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

621. spurningaþraut: Vika er liðin af árinu 2022, þá er 51 vika eftir

621. spurningaþraut: Vika er liðin af árinu 2022, þá er 51 vika eftir

Fyrri aukaspurning:

Útlínur hvaða lands má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða dýrlinganafn tók Halldór Laxness sér þegar hann skírðist til kaþólskrar trúar 1923?

2.  Dýrlingurinn sá dó árið 689 þegar hertogafrú ein í Þýskalandi lét hálshöggva hann af því hann amaðist við hjónabandi hennar er honum fannst ekki nógu kristilegt. En í hvaða landi var þessi dýrlingur upprunninn?

3.  Hvað heitir fyrirtækið eða leikhópurinn sem stendur á bak við sjónvarpsþættina um Verbúðina?

4.  Hversu mörg nýru fæðist maðurinn með?

5.  Hvaða íþróttafélag á Íslandi er kennt við Safamýri þótt vænn hluti af starfseminni sé nú komið annað?

6.  Hvar var fyrst vakin athygli á omikron-afbrigði kórónaveitunnar?

7.  A Quiet Place 1 og 2 heita tvær hryllingsmyndir sem fjalla um skæðar morðverur utan úr geimnum sem skortir þó eitt skilningarvit, sem veldur því að menn eiga svolitla möguleika á að komast undan þeim. Hvaða skilningarvit er það?

8.  Hver lék aðalkvenrulluna í þessum myndum?

9.  Hvað hétu þrælar Ingólfs Arnarsonar sem sagðir voru hafa verið sendir í leit að öndvegissúlum hans? Nefna þarf báða.

10.  Frá hvaða landi er fimleikastjarnan Nadia Comăneci?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan sem þarna rekur niður eftir fljóti?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kiljan.

2.  Írlandi.

3.  Vesturport.

4.  Tvö.

5.  Fram.

6.  Í Suður-Afríku.

7.  Sjónin.

8.  Emily Blunt.

9.  Vífill og Karli.

10.  Rúmeníu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru Bandaríkin.

Á neðri myndinni er Ófelía.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
6
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár