Fyrri aukaspurning:
Skötuhjúin hér að ofan eru löggur í breskri sjónvarpsþáttaseríu sem send var út á árunum 2013-2017 og þótti harla góð. Hvað hét hún?
***
Aðalspurningar:
1. Hver var aðal tónskáldið í þessari seríu?
2. Söngkona ein fæddist í París árið 1915 og lést aðeins 47 ára 1963. Hvað hét hún?
3. Eitt allra þekktasta lagið sem hún söng heitir „Non, je ne regrette rien.“ Hvað þýðir það?
4. Hver gaf út vinsælar jólaplötur fyrir börn kringum 1970 og brá þá yfir sig gervi jólasveinsins Gáttaþefs?
5. Í hvaða landi er höfuðborgin Canberra?
6. Hvað hét aðalgítarleikari Bítlanna?
7. Hvaða fyrirbæri eru keldusvín?
8. Fjórar plánetur í sólkerfinu eru svokallaðar bergplánetur. Hvað heita þær? — og hér þarf að nefna allar fjórar.
9. Árið 2005 kom út á Íslandi bókin Myndin af pabba þar sem kona ein lýsti skelfilegu ofbeldi sem hún og systur hennar höfðu sætt í æsku. Hvað heitir konan?
10. En hver skrifaði bókina með henni?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir stúlkan lengst til vinstri?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Ólafur Arnalds.
2. Edith Piaf.
3. Nei, ég sé ekki eftir neinu — eða eitthvað þvíumlíkt.
4. Ómar Ragnarsson.
5. Ástralía.
6. George Harrison.
7. Fuglar.
8. Merkúr, Venus, Jörðin, Mars.
9. Thelma Ásdísardóttir.
10. Gerður Kristný.
***
Svör við aukaspurningum:
Sjónvarpserían hét Broadchurch.
Stúlkan er vitaskuld Gullbrá.
Athugasemdir (2)