Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

617. spurningaþraut: Marvin Lee Aday og Mark Drakeford, þið þekkið þá, ikke?

617. spurningaþraut: Marvin Lee Aday og Mark Drakeford, þið þekkið þá, ikke?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er myndin hér að ofan (hún er reyndar samsett)?

***

Aðalspurningar:

1.  Marvin Lee Aday heitir söngvari einn en er reyndar fyrst og fremst þekktur undir listamannsnafni sínu, en það þykir reyndar ekki sérlega listrænt. Aday tengist leðurblökum, sem voru svo illskeyttar að þær þóttu komnar beina leið frá kölska sjálfum, en að paradís leitaði hann hins vegar við föla skímu mælaborðsins. Hvað er listamannsnafn hans?

2.  Gryffindor. Hufflepuff. Ravenclaw. Slytherin. Hvað er þetta?

3.  Mark Drakeford heitir forsætisráðherra í Evrópulandi einu. Hann tók við embætti sínu af Carwyn Jones fyrir þremur árum síðan. Sennilega er Drakeford ekki ýkja þekktur á alþjóðlegum vettvangi, enda er landið sem hann stýrir ekki að fullu sjálfstætt — þótt það njóti ákveðinnar sjálfstjórnar innan stærra ríkis. Hvar er Drakeford forsætisráðherra?

4.  Hvaða fyrirbæri er NASA? — og það er ekki átt við tónleikastað við Austurvöll!

5.  Í september árið 2020 varð Mohamed Hussein Roble verkfræðingur forsætisráðherra í ríki einu í Afríku. Hann gegnir starfinu enn, þótt hann eigi í vaxandi deilum við forseta landsins. Það merkilega var að hann er sænskur ríkisborgari en hann yfirgaf land sitt árið 1992 þegar ógurlegar róstur hófust í landinu og stóðu í rúman áratug. Hussein Roble varð ríkisborgari í Svíþjóð 1997 og er það enn. Þegar friðsamlegra varð í heimalandi hans sneri hann þó þangað aftur. Landið er ... ?

6.  Hver leikur leikskólastjórann í Verbúðinni?

7.  Hvað nefndist keisaraynja sú sem stýrði Rússlandi 1762 til dauðadags 1796?

8.  Kona ein er nú tæplega sextug en var á sínum tíma rómaðasta hlaupakona Íslands í hinum lengri vegalengdum og keppti í Maraþonhlaupi á ólympíuleikunum árið 2000. Upp á síðkastið hefur hún látið nokkuð að sér kveða í andófi gegn Covid-bólusetningum barna. Hvað heitir hún?

9.  Þegar karlmenn eru heiðraðir á Bretlandi eru þeir útnefndir „sir“. Konur sem fá samskonar viðurkenningu eru nefndar “dame“ eða „dömur“. Hvaða breski rithöfundur var útnefnd dama árið 1971 eftir langan og gifturíkan feril við skriftir?

10.  Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir settist á þing sem varamaður rétt fyrir áramót. Hún er 19 ára og yngst allra sem hafa sest á Alþingi. Fyrir hvaða flokk er hún á þingi?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn til vinstri á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Meat Loaf.

2.  Heimavistir við skóla Harry Potters.

3.  Í Veils.

4.  Geimferðastofnun Bandaríkjanna.

5.  Sómalía.

6.  Unnur Ösp.

7.  Katrín.

8.  Martha Ernstsdóttir.

9.  Agatha Christie.

10.  Pírata.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin á að minna á kvikmyndina Guðföðurinn 3. Talan 3 verður að vera rétt!

Á neðri myndinni heilsar Dönitz flotaforingi upp á Hitler rétt fyrir stríðslok 1945.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár