Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

617. spurningaþraut: Marvin Lee Aday og Mark Drakeford, þið þekkið þá, ikke?

617. spurningaþraut: Marvin Lee Aday og Mark Drakeford, þið þekkið þá, ikke?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er myndin hér að ofan (hún er reyndar samsett)?

***

Aðalspurningar:

1.  Marvin Lee Aday heitir söngvari einn en er reyndar fyrst og fremst þekktur undir listamannsnafni sínu, en það þykir reyndar ekki sérlega listrænt. Aday tengist leðurblökum, sem voru svo illskeyttar að þær þóttu komnar beina leið frá kölska sjálfum, en að paradís leitaði hann hins vegar við föla skímu mælaborðsins. Hvað er listamannsnafn hans?

2.  Gryffindor. Hufflepuff. Ravenclaw. Slytherin. Hvað er þetta?

3.  Mark Drakeford heitir forsætisráðherra í Evrópulandi einu. Hann tók við embætti sínu af Carwyn Jones fyrir þremur árum síðan. Sennilega er Drakeford ekki ýkja þekktur á alþjóðlegum vettvangi, enda er landið sem hann stýrir ekki að fullu sjálfstætt — þótt það njóti ákveðinnar sjálfstjórnar innan stærra ríkis. Hvar er Drakeford forsætisráðherra?

4.  Hvaða fyrirbæri er NASA? — og það er ekki átt við tónleikastað við Austurvöll!

5.  Í september árið 2020 varð Mohamed Hussein Roble verkfræðingur forsætisráðherra í ríki einu í Afríku. Hann gegnir starfinu enn, þótt hann eigi í vaxandi deilum við forseta landsins. Það merkilega var að hann er sænskur ríkisborgari en hann yfirgaf land sitt árið 1992 þegar ógurlegar róstur hófust í landinu og stóðu í rúman áratug. Hussein Roble varð ríkisborgari í Svíþjóð 1997 og er það enn. Þegar friðsamlegra varð í heimalandi hans sneri hann þó þangað aftur. Landið er ... ?

6.  Hver leikur leikskólastjórann í Verbúðinni?

7.  Hvað nefndist keisaraynja sú sem stýrði Rússlandi 1762 til dauðadags 1796?

8.  Kona ein er nú tæplega sextug en var á sínum tíma rómaðasta hlaupakona Íslands í hinum lengri vegalengdum og keppti í Maraþonhlaupi á ólympíuleikunum árið 2000. Upp á síðkastið hefur hún látið nokkuð að sér kveða í andófi gegn Covid-bólusetningum barna. Hvað heitir hún?

9.  Þegar karlmenn eru heiðraðir á Bretlandi eru þeir útnefndir „sir“. Konur sem fá samskonar viðurkenningu eru nefndar “dame“ eða „dömur“. Hvaða breski rithöfundur var útnefnd dama árið 1971 eftir langan og gifturíkan feril við skriftir?

10.  Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir settist á þing sem varamaður rétt fyrir áramót. Hún er 19 ára og yngst allra sem hafa sest á Alþingi. Fyrir hvaða flokk er hún á þingi?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn til vinstri á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Meat Loaf.

2.  Heimavistir við skóla Harry Potters.

3.  Í Veils.

4.  Geimferðastofnun Bandaríkjanna.

5.  Sómalía.

6.  Unnur Ösp.

7.  Katrín.

8.  Martha Ernstsdóttir.

9.  Agatha Christie.

10.  Pírata.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin á að minna á kvikmyndina Guðföðurinn 3. Talan 3 verður að vera rétt!

Á neðri myndinni heilsar Dönitz flotaforingi upp á Hitler rétt fyrir stríðslok 1945.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu