Fyrri aukaspurning:
Hver er konan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað hét klúbbur sá í Liverpool-borg þar sem Bítlarnir spiluðu gjarnan á sínum fyrstu árum?
2. En í hvaða borg utan Bretlands léku þeir líka gjarnan og sungu þau árin?
3. Napster hét tæknifyrirtæki eitt sem var mjög í sviðsljósinu á fyrsta áratug aldarinnar og var á sinn hátt brautryðjandi. Um hvað snerist starfsemi Napster?
4. Christy nokkur Turlington heldur í dag upp á 53 ára afmælið. Hún er fædd í Bandaríkjunum og var á sínum tíma í fremstu röð í heiminum sem ... hvað?
5. Sonia Zorilla var auðug kona sem lést árið 2002. Á hverju auðgaðist hún helst?
6. Hversu margar eru nóturnar á venjulegu píanóborði, bæði þær svörtu og hvítu? Hér má skeika átta nótum til eða frá.
7. Hvað er óvenjulegt við kettina á eyjunni Mön?
8. Í hvaða hafi er annars þessi eyja með hina óvenjulegu ketti?
9. Heimsmeistaramót karla í fótbolta verður haldið á árinu sem nú er nýhafið. Hvar?
10. En hvar var síðasta mót haldið?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heita dýrin á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Cavern.
2. Hamborg.
3. Tónlist.
4. Fyrirsæta.
5. Fjárfestingum, hlutabréfaviðskiptum.
6. Nóturnar eru 88 svo rétt er allt frá 80 til 96.
7. Þeir eru rófulausir.
8. Írlandshafi.
9. Katar.
10. Rússlandi.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Beyonce.
Á neðri myndinni eru náhvalir.
Athugasemdir