Fyrri aukaspurning:
Hver er konan hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað dýr kallast equus á latínu?
2. Rétt fyrir jólin varð einn tiltekinn þingflokkur illa fyrir barðinu á Covid-19 veirunni. Þingflokkur hvaða flokks?
3. „Upp í risinu sérðu lítið ljós / heit hjörtu, fölnuð rós.“ Hver samdi textann sem byrjar svo?
4. Og hvað heitir lagið?
5. Hversu mikið magn af osti borðar hver Frakki að meðaltali á einu ári? Eru það 27 grömm, 270 grömm, 2,7 kíló, 27 kíló eða 270 kíló?
6. En frá hvaða landi kemur alvöru feta ostur?
7. Í hvaða heimsálfu býr jagúarinn?
8. Hvar má finna eyjar sem heita Guernsey og Jersey?
9. Í hvaða bók eða bókum koma hinir „fagurbrynhosuðu Akkear“ við sögu?
10. Hver þýddi þá bók eða bækur eftirminnilega á íslensku?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er fjölskyldufaðirinn sem hér sést aðeins sneið af?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Hestur.
2. Viðreisn.
3. Bubbi.
4. Rómeó og Júlía.
5. 27 kíló.
6. Grikklandi.
7. Suður-Ameríku.
8. Á Ermarsundi.
9. Í Ílíónskviðu Hómers. Rétt fæst líka fyrir „Hómerskviður“.
10. Sveinbjörn Egilsson.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er leikkonan Katherine Hepburn.
Svarið við seinni aukaspurningunni er Lionel Messi fótboltakarl.
Athugasemdir