Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

611. spurningaþraut: Hverjir vita hvað turn einn í London heitir?

611. spurningaþraut: Hverjir vita hvað turn einn í London heitir?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða söguhetju er verið að túlka á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er borgin Narvik?

2.  Annalena Baerbock var á æskuárum landsliðsmaður í fimleikum á trampólíni en hefur nú nýtekið við býsna valdamiklu starfi í Evrópuríki einu. Hvaða starf er það?

3.  Hvaða á fellur til sjávar í botni Hvalfjarðar?

4.  Hið svonefnda „fótboltastríð“ braust út milli tveggja landa árið 1969. Það var alvöru stríð, eða stefndi að minnsta kosti í að verða það, en stríðsátökum var afstýrt eftir fáeina sólarhringa. Nefnið að minnsta kosti annað ríkið sem átti hlut að þessu stríði. Ekkert er dregið frá þótt hitt ríkið kunni að vera rangt.

5.  Gervilimrur hét bók sem út kom í fyrra og hafði að geyma limrur í léttum dúr eftir nýlátinn listamann. Hver var sá?

6.  Hversu margar ljóðlínur eru annars í venjulegri limru?

7.  Hvaða fyrirtæki framleiðir leikjatölvuna Playstation?

8.  Hvað hét fyrsti íslenski ráðherrann?

9.  Hver samdi ljóðabækurnar Ljóð vega salt, Ljóð vega menn og Ljóð vega gerð?

10.  Í nágrenni London var þorp með turni sem var notaður sem viðmiðun þegar kerfi lengdarbauga var teiknað upp fyrir Jörðina. Sami turn var notaður til tímasetningar og klukkan annars staðar í heiminum reiknuð út frá honum. Nú er þorpið vaxið saman við London en turninn er þó enn á sínum stað. Hvað heita þorpið og turninn? 

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Noregi.

2.  Hún er nýr utanríkisráðherra Þýskalands.

3.  Botnsá.

4.  Stríðið var háð milli El Salvador og Honduras.

5.  Gísli Rúnar.

6.  Fimm.

7.  Sony.

8.  Hannes Hafstein.

9.  Sigurður Pálsson.

10.  Greenwich.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er leikari að túlka Zorro.

Á neðri myndinni er stytta af gyðjunni Aþenu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu