Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

611. spurningaþraut: Hverjir vita hvað turn einn í London heitir?

611. spurningaþraut: Hverjir vita hvað turn einn í London heitir?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða söguhetju er verið að túlka á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er borgin Narvik?

2.  Annalena Baerbock var á æskuárum landsliðsmaður í fimleikum á trampólíni en hefur nú nýtekið við býsna valdamiklu starfi í Evrópuríki einu. Hvaða starf er það?

3.  Hvaða á fellur til sjávar í botni Hvalfjarðar?

4.  Hið svonefnda „fótboltastríð“ braust út milli tveggja landa árið 1969. Það var alvöru stríð, eða stefndi að minnsta kosti í að verða það, en stríðsátökum var afstýrt eftir fáeina sólarhringa. Nefnið að minnsta kosti annað ríkið sem átti hlut að þessu stríði. Ekkert er dregið frá þótt hitt ríkið kunni að vera rangt.

5.  Gervilimrur hét bók sem út kom í fyrra og hafði að geyma limrur í léttum dúr eftir nýlátinn listamann. Hver var sá?

6.  Hversu margar ljóðlínur eru annars í venjulegri limru?

7.  Hvaða fyrirtæki framleiðir leikjatölvuna Playstation?

8.  Hvað hét fyrsti íslenski ráðherrann?

9.  Hver samdi ljóðabækurnar Ljóð vega salt, Ljóð vega menn og Ljóð vega gerð?

10.  Í nágrenni London var þorp með turni sem var notaður sem viðmiðun þegar kerfi lengdarbauga var teiknað upp fyrir Jörðina. Sami turn var notaður til tímasetningar og klukkan annars staðar í heiminum reiknuð út frá honum. Nú er þorpið vaxið saman við London en turninn er þó enn á sínum stað. Hvað heita þorpið og turninn? 

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Noregi.

2.  Hún er nýr utanríkisráðherra Þýskalands.

3.  Botnsá.

4.  Stríðið var háð milli El Salvador og Honduras.

5.  Gísli Rúnar.

6.  Fimm.

7.  Sony.

8.  Hannes Hafstein.

9.  Sigurður Pálsson.

10.  Greenwich.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er leikari að túlka Zorro.

Á neðri myndinni er stytta af gyðjunni Aþenu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár