Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

611. spurningaþraut: Hverjir vita hvað turn einn í London heitir?

611. spurningaþraut: Hverjir vita hvað turn einn í London heitir?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða söguhetju er verið að túlka á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er borgin Narvik?

2.  Annalena Baerbock var á æskuárum landsliðsmaður í fimleikum á trampólíni en hefur nú nýtekið við býsna valdamiklu starfi í Evrópuríki einu. Hvaða starf er það?

3.  Hvaða á fellur til sjávar í botni Hvalfjarðar?

4.  Hið svonefnda „fótboltastríð“ braust út milli tveggja landa árið 1969. Það var alvöru stríð, eða stefndi að minnsta kosti í að verða það, en stríðsátökum var afstýrt eftir fáeina sólarhringa. Nefnið að minnsta kosti annað ríkið sem átti hlut að þessu stríði. Ekkert er dregið frá þótt hitt ríkið kunni að vera rangt.

5.  Gervilimrur hét bók sem út kom í fyrra og hafði að geyma limrur í léttum dúr eftir nýlátinn listamann. Hver var sá?

6.  Hversu margar ljóðlínur eru annars í venjulegri limru?

7.  Hvaða fyrirtæki framleiðir leikjatölvuna Playstation?

8.  Hvað hét fyrsti íslenski ráðherrann?

9.  Hver samdi ljóðabækurnar Ljóð vega salt, Ljóð vega menn og Ljóð vega gerð?

10.  Í nágrenni London var þorp með turni sem var notaður sem viðmiðun þegar kerfi lengdarbauga var teiknað upp fyrir Jörðina. Sami turn var notaður til tímasetningar og klukkan annars staðar í heiminum reiknuð út frá honum. Nú er þorpið vaxið saman við London en turninn er þó enn á sínum stað. Hvað heita þorpið og turninn? 

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Noregi.

2.  Hún er nýr utanríkisráðherra Þýskalands.

3.  Botnsá.

4.  Stríðið var háð milli El Salvador og Honduras.

5.  Gísli Rúnar.

6.  Fimm.

7.  Sony.

8.  Hannes Hafstein.

9.  Sigurður Pálsson.

10.  Greenwich.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er leikari að túlka Zorro.

Á neðri myndinni er stytta af gyðjunni Aþenu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár