Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

610. spurningaþraut: Nokkrar léttar spurningar um Íslendingasögur

610. spurningaþraut: Nokkrar léttar spurningar um Íslendingasögur

Í þetta sinn eru allar spurningar um Íslendingasögur. Fyrri aukaspurning er þessi:

Úr hvaða Íslendingasögu er hin útsaumaða mynd hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er lengsta Íslendingasagan?

2.  Höfundar allra Íslendingasagna eru ókunnir en margir þykjast þó vissir um hver hafi skrifað Egilssögu. Hver er sá?

3.  Í Egilssögu segir frá feðgunum Skallagrími og Agli. Þeir áttu hvor um sig bróður og hétu bræður þeirra feðga einu og sama nafninu. Hvað hétu þeir báðir, bræður Skallagríms og Egils?

4.  Í hvaða Íslendingasögu segir mest frá Auði djúpúðgu?

5.  Hver sagði: „Þeim var ég verst er ég unni mest?“

6.  Hvaða Íslendingasögu endurskrifaði Halldór Laxness og gerði úr meistaraverkið Gerplu?

7.  „Bergþóra mælti, er menn sátu yfir borðum: "Gjafir eru yður gefnar feðgum, og verðið þér litlir drengir af, nema þér launið [gjafirnar].““ — Svo segir í Njálu. Hverjar voru gjafir þær sem sonum Bergþóru höfðu verið gefnar að henni sögn?

8.  Á öðrum stað í Njálu segir á einum stað: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst - bleikir akrar og ...“ Hvað kom svo í lýsingunni á hlíðinni?

9.  Þegar söguhetjan kvaðst ætla að snúa við, þá mælti bróðir hetjunnar: „Gjör þú eigi þann ...“ hvað?

10.  Vitað er um eina Íslendingasögu sem hefur glatast. Í handritinu Möðruvallabók er eyða milli tveggja sagna og þar standa þessi orð, skilaboð eins skrifara til annars: „Láttu rita hér við [...] sögu [...] Mér er sagt að Grímur eigi hana.“ Hvað hét maðurinn sem þessi týnda Íslendingasaga var kennd við?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er erlend teikning eftir atriði úr hvaða Íslendingasögu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Njála, Brennu-Njálssaga.

2.  Snorri Sturluson.

3.  Þórólfur.

4.  Laxdælu.

5.  Guðrún Ósvífursdóttir.

6.  Fóstbræðrasögu.

7.  Þeir voru kallaðir taðskegglingar í háðungarskyni.

8.  Slegin tún.

9.  ... þann óvinafagnað.

10.  Gauks Trandilssonar.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir vörn Gunnars á Hlíðarenda í Brennu-Njálssögu.

Neðri myndin er úr Grettissögu og sýnir galdrakerlingu magna seyð á hendur Gretti í Drangey.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár