Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

608. spurningaþraut: Jóladagsspurningarnar eru hér komnar

608. spurningaþraut: Jóladagsspurningarnar eru hér komnar

Fyrri aukaspurning á jóladegi!

Hér má sjá unga stúlku á frægri brú yfir Thamesfljótið í London. Myndin er tekin fyrir nokkrum áratugum. Hver er unga stúlkan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á norðanverðu Snæfellsnesi má telja fimm þéttbýlisstaði. Nefnið þá alla fimm!

2.  Og hver a þessum stöðum er lengst úti á nesinu, það er að segja vestastur?

3.  Í hvaða Evrópulandi er borgin Braga?

4.  Í norrænu goðafræðinni er getið um guðinn Braga. Hvað er hans sérsvið í guðdómnum?

5.  Hljómsveit ein íslensk var stofnuð árið 1988 og náði skjótt miklum vinsældum með lögum eins og Á tjá og tundri. Hljómsveitin starfaði svo mismikið seinni árin en 2018 hélt hún lokatónleika sína með viðhöfn í Hörpu. Hvaða hljómsveit var þetta?

6.  Anne-Sophie Mutter þýskur hljóðfæraleikari. Hvað er hennar hljóðfæri?

7.  Við hvaða fjörð stendur þéttbýlisstaðurinn Grenivík?

8.  Árið 1953 hófst uppreisn í landi einu. Framan af virtust uppreisnarmenn ekki líklegir til að ná árangri en svo fór þó að þann 1. janúar 1959 flúði helsti valdamaður landsins af hólmi og uppreisnarmenn náðu völdum í landinu. Þeim var þeir haldið síðan, þótt stundum hafi verið hart að þeim sótt. Hvaða land er þetta?

9.  Hvaða hljómsveit sló í gegn fyrir bráðum 40 árum með lögum eins og Sunday Bloody Sunday, New Year's Day og Pride (In the Name of Love)?

10.  Frá hvaða borg komu allir hljómsveitarmeðlimirnir fjórir?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er önnur mynd, tekin á frægri brú í Evrópu — ekki þó í London! Í hvaða borg er þessi brú?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Stykkishólmur, Grundarfjörður, Ólafsvík, Rif, Hellissandur.

2.  Hellissandur.

3.  Portúgal.

4.  Skáldskapurinn.

5.  Sálin hans Jóns míns.

6.  Fiðla.

7.  Eyjafjörð.

8.  Kúba.

9.  U2.

10.  Dublin.

***

Svör við aukaspurningum:

Stúlkan er Jodie Foster, ung að árum.

Brúin á neðri myndinni er Karlsbrúin í Prag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
1
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár