Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

608. spurningaþraut: Jóladagsspurningarnar eru hér komnar

608. spurningaþraut: Jóladagsspurningarnar eru hér komnar

Fyrri aukaspurning á jóladegi!

Hér má sjá unga stúlku á frægri brú yfir Thamesfljótið í London. Myndin er tekin fyrir nokkrum áratugum. Hver er unga stúlkan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á norðanverðu Snæfellsnesi má telja fimm þéttbýlisstaði. Nefnið þá alla fimm!

2.  Og hver a þessum stöðum er lengst úti á nesinu, það er að segja vestastur?

3.  Í hvaða Evrópulandi er borgin Braga?

4.  Í norrænu goðafræðinni er getið um guðinn Braga. Hvað er hans sérsvið í guðdómnum?

5.  Hljómsveit ein íslensk var stofnuð árið 1988 og náði skjótt miklum vinsældum með lögum eins og Á tjá og tundri. Hljómsveitin starfaði svo mismikið seinni árin en 2018 hélt hún lokatónleika sína með viðhöfn í Hörpu. Hvaða hljómsveit var þetta?

6.  Anne-Sophie Mutter þýskur hljóðfæraleikari. Hvað er hennar hljóðfæri?

7.  Við hvaða fjörð stendur þéttbýlisstaðurinn Grenivík?

8.  Árið 1953 hófst uppreisn í landi einu. Framan af virtust uppreisnarmenn ekki líklegir til að ná árangri en svo fór þó að þann 1. janúar 1959 flúði helsti valdamaður landsins af hólmi og uppreisnarmenn náðu völdum í landinu. Þeim var þeir haldið síðan, þótt stundum hafi verið hart að þeim sótt. Hvaða land er þetta?

9.  Hvaða hljómsveit sló í gegn fyrir bráðum 40 árum með lögum eins og Sunday Bloody Sunday, New Year's Day og Pride (In the Name of Love)?

10.  Frá hvaða borg komu allir hljómsveitarmeðlimirnir fjórir?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er önnur mynd, tekin á frægri brú í Evrópu — ekki þó í London! Í hvaða borg er þessi brú?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Stykkishólmur, Grundarfjörður, Ólafsvík, Rif, Hellissandur.

2.  Hellissandur.

3.  Portúgal.

4.  Skáldskapurinn.

5.  Sálin hans Jóns míns.

6.  Fiðla.

7.  Eyjafjörð.

8.  Kúba.

9.  U2.

10.  Dublin.

***

Svör við aukaspurningum:

Stúlkan er Jodie Foster, ung að árum.

Brúin á neðri myndinni er Karlsbrúin í Prag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár