Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

607. spurningaþraut: Aðfangadagsspurningar snúast um atburði 24. desember

607. spurningaþraut: Aðfangadagsspurningar snúast um atburði 24. desember

Fyrri aukaspurning er um eitt af afmælisbörnum dagsins sem prýðir myndina hér að ofan. Þetta er ekki Jesú, heldur fæddist hann 24. desember 1974 og heitir ...?

***

Aðalspurningar:

1.  Þann 24. desember 1871 var ein af frægustu óperum óperusögunnar frumflutt í Kæró í Egiftalandi. Hvað skyldi hún hafa heitið?

2.  Þann 24. desember 1956 komu hingað til lands um 50 flóttamenn frá ákveðnu landi, þar sem stríðsástand hafði geisað tæpum tveim mánuðum fyrr. Hvaða land var það?

3.  Á aðfangadagskvöld árið 1613 fórust hins vegar 50 manns eða þar um bil í snjóflóði í firði einum á Íslandi en þar var fólk á leið til kirkju út á nes eitt. Hver var fjörðurinn?

4.  Á þessum degi árið 1818 var frumflutt lag eftir þýska tónlistarkennarann Franz Gruber í bænum Oberndorf í Austurríki. Hvað köllum við þetta lag?

5.  Þann 24. desember 1951 fékk land eitt sjálfstæði en hafði lengi verið undir evrópskt nýlenduveldi sett. Ídris 1. var lýstur konungur hins nýja lands og ríkti hann allt til 1969 þegar herforingjar undir stjórn ofursta eins steyptu kónginum af stóli. Ofurstinn var svo við völd í rúm 40 ár en var þá sjálfum steypt af stóli. Hvaða land er þetta?

6.  24. desember 1968 unnu þrír geimfarar í bandaríska geimfarinu Apollo 8. afrek sem aldrei hafði verið unnið áður. Þeir hétu Borman, Lovell og Anders. Hvað gerði Apollo 8. á þessum degi?

7.  Á aðfangadag árið 2008 andaðist á Bretlandi leikritahöfundur sem hlotið hafði Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fáeinum árum fyrr. Hann var mest í sviðsljósinu um og upp úr 1970. Mörg leikrita hans hafa verið sýnd á Íslandi, svo sem Afmælisveislan, Heimkoman o.fl. Hvað hét þessi sálugi leikritahöfundur?

8.  Ilham Aliev heldur í dag upp á sjötugsafmælið sitt. Hann hefur frá 2003 verið forseti í einu hinna fyrrverandi Sovétlýðvelda og þykir harðstjóri heilmikill. Nýlega stóð hann í stríði við nágrannaríki. En í hvaða landi er hann forseti?

9.  Á þessum degi árið 1166 fæddist Jón nokkur eða Jóhann sem varð konungur Englands árið 1199 þegar bróðir hans Ríkarður ljónshjarta dó. Jón eða Jóhann er frægastur fyrir að hafa verið neyddur til þess af lénsherrum sínum að skrifa undir plaggið Magna Charta. En hvert var viðurnefni konungs þessa? 

10.  Síðasti jólasveinninn kemurgefa  til byggða í dag. Hér er röð hinn þrettán klassísku jólasveina: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. En þetta voru reyndar aðeins tólf. Hvern vantar?

***

Seinni aukaspurning:

Á aðfangadag árið 1979 hófst ákveðin hernaðaraðgerð sem hér að neðan sést mynd frá. Myndin virðist til kynna að allt farið fram með friði og spekt en það var nú eitthvað annað. Þarna hófst atburðarás sem umheimurinn hefur enn ekki sopið seyðið af, né löndin sem aðgerðin snerti beinlínis. Hvaða tvö ríki komu við sögu aðgerðarinnar 24. desember 1979.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Aída.

2.  Ungverjaland.

3.  Siglufjörður.

4.  Heims um ból.

5.  Líbýa.

6.  Fór á braut um tunglið.

7.  Pinter.

8.  Aserbædjan.

9.  Landlausi.

10.  Skyrgámur — eða Skyrjarmur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ryan Seacrest sem lengi stýrði American Idol.

Neðri myndin er frá innrás Sovétríkjanna í Afganistan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár