Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

602. spurningaþraut: Eyþór Arnalds, Geirmundur heljarskinn og Ásta Sóllilja

602. spurningaþraut: Eyþór Arnalds, Geirmundur heljarskinn og Ásta Sóllilja

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn með yfirskeggið?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir hvaða flokk situr Eyþór Arnalds í borgarstjórn Reykjavíkur?

2.  Í hvaða hljómsveit voru Eyþór og Björk Guðmundsdóttir bæði hér fyrr á tíð?

3.  Hversu margar seríur af Ófærð hafa verið gerðar til þessa?

4.  Í júní síðastliðnum tók Bennett nokkur við embætti forsætisráðherra í landi einu. Hvaða land er það?

5.  Í hvaða sögu Halldórs Laxness kemur Ásta Sóllilja við sögu?

6.  En hvað heitir „kampurinn“ sem segir frá í nokkrum bókum eftir Einar Kárason?

7.  Windhoek heitir höfuðborg í Afríkuríki einu sem reglulega kemur upp í umræðunni á Íslandi hin síðustu ár. Hvaða ríki er það?

8.  Hvaða reikistjarna í sólkerfi okkar hefur flest tungl?

9.  „Einhver hlýtur að hafa verið að bera út óhróður um [NAFN], því dag nokkurn var hann handtekinn án þess að hafa nokkuð til saka unnið.“ Hvað hét sögupersónan sem þarna var handtekin?

10.  Geirmundur heljarskinn hét einn landnámsmanna, að því er sögur herma. Hvað hét bróðir hans sem einnig nam hér land, og var lika kallaður heljarskinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir PERSÓNAN vinstramegin á myndinni hér að neðan? Ekki leikkonan, heldur persónan.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sjálfstæðisflokkinn.

2.  Tappa tíkarrass.

3.  Þrjár.

4.  Ísrael.

5.  Sjálfstæðu fólki.

6.  Thule-kampur.

7.  Namibíu.

8.  Júpíter.

9.  Jósef K.

10.  Hámundur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Adolf Hitler.

Persónan á neðri myndinni nefnist Scully.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár