Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

602. spurningaþraut: Eyþór Arnalds, Geirmundur heljarskinn og Ásta Sóllilja

602. spurningaþraut: Eyþór Arnalds, Geirmundur heljarskinn og Ásta Sóllilja

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn með yfirskeggið?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir hvaða flokk situr Eyþór Arnalds í borgarstjórn Reykjavíkur?

2.  Í hvaða hljómsveit voru Eyþór og Björk Guðmundsdóttir bæði hér fyrr á tíð?

3.  Hversu margar seríur af Ófærð hafa verið gerðar til þessa?

4.  Í júní síðastliðnum tók Bennett nokkur við embætti forsætisráðherra í landi einu. Hvaða land er það?

5.  Í hvaða sögu Halldórs Laxness kemur Ásta Sóllilja við sögu?

6.  En hvað heitir „kampurinn“ sem segir frá í nokkrum bókum eftir Einar Kárason?

7.  Windhoek heitir höfuðborg í Afríkuríki einu sem reglulega kemur upp í umræðunni á Íslandi hin síðustu ár. Hvaða ríki er það?

8.  Hvaða reikistjarna í sólkerfi okkar hefur flest tungl?

9.  „Einhver hlýtur að hafa verið að bera út óhróður um [NAFN], því dag nokkurn var hann handtekinn án þess að hafa nokkuð til saka unnið.“ Hvað hét sögupersónan sem þarna var handtekin?

10.  Geirmundur heljarskinn hét einn landnámsmanna, að því er sögur herma. Hvað hét bróðir hans sem einnig nam hér land, og var lika kallaður heljarskinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir PERSÓNAN vinstramegin á myndinni hér að neðan? Ekki leikkonan, heldur persónan.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sjálfstæðisflokkinn.

2.  Tappa tíkarrass.

3.  Þrjár.

4.  Ísrael.

5.  Sjálfstæðu fólki.

6.  Thule-kampur.

7.  Namibíu.

8.  Júpíter.

9.  Jósef K.

10.  Hámundur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Adolf Hitler.

Persónan á neðri myndinni nefnist Scully.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár