Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

601. spurningaþraut: Hoyle fann upp hugtak um kenningu sem hann var á móti

601. spurningaþraut: Hoyle fann upp hugtak um kenningu sem hann var á móti

Fyrri aukaspurning:

Beinagrind af hvaða dýri (ekki alveg fullvaxta) má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Það þykir mikil list að baka smákökur sem nefnast Sörur. En hver var sú Sara eða Sarah sem kökurnar eru kenndar við?

2.  Aðrar smákökur nefnast spesíur. Hvað þýðir orðið?

3.  Árið 1913 voru Nóbelsverðlaunin í bókmenntum veitt í 13. sinn og í fyrsta skipti hlaut þau höfundur sem ekki var upprunninn í Evrópu eða Vesturlöndum. Hann hét Tagore og hvaðan var þessi Nóbelshöfundur?

4.  Nokkrum árum áður, eða 1909, hafði fyrsta konan fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hún var frá Svíþjóð og hét ...?

5.  Undir hvaða nafni var keisarinn Charlemagne þekktur á Íslandi fyrr á tíð?

6.  Til hvaða heimsálfu telst ríkið Austur-Tímor?

7.  Í hvaða landi var Blóð-María drottning?

8.  Hverjir kusu fyrsta forseta Íslands árið 1944?

9.  Fred Hoyle var breskur stjörnufræðingur og þótti hinn merkasti vísindamaður. Hans er þó ekki síst minnst fyrir að hafa fyrstur manna notað ákveðið hugtak yfir vísindakenningu, sem hann var reyndar sjálfur alveg á móti. Hann notaði hugtakið til að byrja með í niðrandi merkingu, en það var svo snaggaralegt og þótti lýsa svo vel kenningunni að það er nú alþekkt. Hvaða hugtak er þetta?

10.  Hvaða tvö lönd liggja að innhafinu Kattegat?

***

Síðari aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sarah Bernhardt leikkona.

2.  Gömul mynt.

3.  Indlandi.

4.  Selma Lagerlöf.

5.  Karlamagnús.

6.  Asíu.

7.  Englandi. Bretland var þá ekki orðið til.

8.  Alþingismenn.

9.  Big Bang, eða Miklihvellur.

10.  Svíþjóð og Danmörk.

***

Á efri myndinni er beinagrind fíls, nánar tiltekið Asíufíls, en fíll dugar.

Á neðri myndinni er fáni Færeyja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár