Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

601. spurningaþraut: Hoyle fann upp hugtak um kenningu sem hann var á móti

601. spurningaþraut: Hoyle fann upp hugtak um kenningu sem hann var á móti

Fyrri aukaspurning:

Beinagrind af hvaða dýri (ekki alveg fullvaxta) má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Það þykir mikil list að baka smákökur sem nefnast Sörur. En hver var sú Sara eða Sarah sem kökurnar eru kenndar við?

2.  Aðrar smákökur nefnast spesíur. Hvað þýðir orðið?

3.  Árið 1913 voru Nóbelsverðlaunin í bókmenntum veitt í 13. sinn og í fyrsta skipti hlaut þau höfundur sem ekki var upprunninn í Evrópu eða Vesturlöndum. Hann hét Tagore og hvaðan var þessi Nóbelshöfundur?

4.  Nokkrum árum áður, eða 1909, hafði fyrsta konan fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hún var frá Svíþjóð og hét ...?

5.  Undir hvaða nafni var keisarinn Charlemagne þekktur á Íslandi fyrr á tíð?

6.  Til hvaða heimsálfu telst ríkið Austur-Tímor?

7.  Í hvaða landi var Blóð-María drottning?

8.  Hverjir kusu fyrsta forseta Íslands árið 1944?

9.  Fred Hoyle var breskur stjörnufræðingur og þótti hinn merkasti vísindamaður. Hans er þó ekki síst minnst fyrir að hafa fyrstur manna notað ákveðið hugtak yfir vísindakenningu, sem hann var reyndar sjálfur alveg á móti. Hann notaði hugtakið til að byrja með í niðrandi merkingu, en það var svo snaggaralegt og þótti lýsa svo vel kenningunni að það er nú alþekkt. Hvaða hugtak er þetta?

10.  Hvaða tvö lönd liggja að innhafinu Kattegat?

***

Síðari aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sarah Bernhardt leikkona.

2.  Gömul mynt.

3.  Indlandi.

4.  Selma Lagerlöf.

5.  Karlamagnús.

6.  Asíu.

7.  Englandi. Bretland var þá ekki orðið til.

8.  Alþingismenn.

9.  Big Bang, eða Miklihvellur.

10.  Svíþjóð og Danmörk.

***

Á efri myndinni er beinagrind fíls, nánar tiltekið Asíufíls, en fíll dugar.

Á neðri myndinni er fáni Færeyja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár