Fyrri aukaspurning:
Beinagrind af hvaða dýri (ekki alveg fullvaxta) má sjá hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Það þykir mikil list að baka smákökur sem nefnast Sörur. En hver var sú Sara eða Sarah sem kökurnar eru kenndar við?
2. Aðrar smákökur nefnast spesíur. Hvað þýðir orðið?
3. Árið 1913 voru Nóbelsverðlaunin í bókmenntum veitt í 13. sinn og í fyrsta skipti hlaut þau höfundur sem ekki var upprunninn í Evrópu eða Vesturlöndum. Hann hét Tagore og hvaðan var þessi Nóbelshöfundur?
4. Nokkrum árum áður, eða 1909, hafði fyrsta konan fengið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hún var frá Svíþjóð og hét ...?
5. Undir hvaða nafni var keisarinn Charlemagne þekktur á Íslandi fyrr á tíð?
6. Til hvaða heimsálfu telst ríkið Austur-Tímor?
7. Í hvaða landi var Blóð-María drottning?
8. Hverjir kusu fyrsta forseta Íslands árið 1944?
9. Fred Hoyle var breskur stjörnufræðingur og þótti hinn merkasti vísindamaður. Hans er þó ekki síst minnst fyrir að hafa fyrstur manna notað ákveðið hugtak yfir vísindakenningu, sem hann var reyndar sjálfur alveg á móti. Hann notaði hugtakið til að byrja með í niðrandi merkingu, en það var svo snaggaralegt og þótti lýsa svo vel kenningunni að það er nú alþekkt. Hvaða hugtak er þetta?
10. Hvaða tvö lönd liggja að innhafinu Kattegat?
***
Síðari aukaspurning:
Hvaða fáni er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sarah Bernhardt leikkona.
2. Gömul mynt.
3. Indlandi.
4. Selma Lagerlöf.
5. Karlamagnús.
6. Asíu.
7. Englandi. Bretland var þá ekki orðið til.
8. Alþingismenn.
9. Big Bang, eða Miklihvellur.
10. Svíþjóð og Danmörk.
***
Á efri myndinni er beinagrind fíls, nánar tiltekið Asíufíls, en fíll dugar.
Á neðri myndinni er fáni Færeyja.
Athugasemdir (1)