Þá er komið að 600. spurningaþrautinni. Þema hennar er landafræði og spurt er um hverjir eru tíu staðir sem sjást hátt úr lofti. Athugið að alls ekki alltaf er norður upp á við, eins og á venjulegum landakortum eða háloftamyndum, heldur getur sjónarhornið verið úr hvaða átt sem er. Og staðirnir sjást líka mismikið á ská.
Aukaspurningarnir snúast hins vegar um tvo karla sem létu sér ekki nægja þá staði sem til eru í veröldinni, heldur bjuggu til sína eigin!
Og fyrri aukaspurningin er þá sú, hver er karl sá sem undir tré situr hér að ofan? Hann skapaði heilan heim með eigin ímyndunarafli.
***
Aðalspurningar:
1. Hvað má sjá á þessari mynd?
***
2. En hvað er þetta?
***
3. En staðurinn á myndinni hér að neðan heitir ... hvað?
***
4. Þá er komið að fjórða staðnum, þetta er ...?
***
5. Hér er gamla og sögufræga borg að sjá.
***
6. Hvað er þetta?
***
7. Hér er önnur eyja, og hvað heitir þessi?
***
8. Hér er svo að meginhluta önnur borg, eins og sjá má. Hver er hún?
***
9. En hvar erum við stödd hér?
***
10. Og að síðustu, hvaða staður er þetta?
***
Seinni aukaspurning:
Karlinn, sem hér er til hægri og tekur við Nóbelsverðlaunum úr hendi Svíakonungs, hann var ekki jafn metnaðarfullur og karlinn á efri myndinni sem skapaði heilan heim. Þessi skapaði bara eina sýslu. En sú var líka eftirminnileg. Hvað heitir karl?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Þetta er ysti oddi Snæfellsness, séður úr vestri. Snæfellsjökull er líka rétt.
2. Vatnsleysuströnd, Njarðvík, Keflavík, allt rétt.
3. Gíbraltar-sund.
4. Norðfjörður, Neskaupstaður.
5. Þetta er vitaskuld Aþenuborg.
6. Heimaey, út á hlið.
7. Írland, dittó.
8. New York.
9. Japan og Kórea, séð úr norðri.
10. Olymposfjall á reikistjörnunni Mars.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Tolkien.
Á neðri myndinni er Faulkner.
Athugasemdir