„Út að drepa túrista er í stuttu máli krimmi, ferðakrimmi,“ segir Þórarinn Leifsson rithöfundur. „Ég er í raun og veru að reyna að búa til nýtt form fyrir þá sem þekkja mig eða mínar bækur. Ég byrjaði 2007 á barnabókum og unglingabókum, hef gert svona tilraunir. En ég er rosalega eirðarlaus, ég þarf alltaf að reyna að finna upp ný form. Ég var einmitt á einhverri krimmaráðstefnu núna, með fullt af skrifandi Bretum og þá var ég að segja þeim að ég væri „trying to invent a new genre“, eða reyna að búa til nýja grein bókmennta. Ég er alltaf að reyna að finna upp hjólið, kannski. Núna er ég að reyna að finna upp eitthvað sem heitir ferðakrimmi, þar sem ég blanda starfi mínu sem leiðsögumaður við þetta krimmaform,“ útskýrir Þórarinn.
„Sagan er líka þannig, hún fjallar í stuttu máli um leiðsögumann og rútubílstjóra sem fara á rútu sem …
Athugasemdir