Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

597. spurningaþraut: Græningjar, guðir og Grýla

597. spurningaþraut: Græningjar, guðir og Grýla

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist sú bjarnartegund sem sjá má á myndinni hér að ofan — sú eina sem lifir í Suður-Ameríku?

***

Aðalspurningar:

1.  Artemis hét gyðja ein. Goðsagnakerfi hvaða þjóðar tilheyrði hún?

2.  Hvað hét tvíburabróðir hennar?

3.  Árið 2014 hvarf farþegaþota með fjölda farþega og er hún talin hafa steypt í sjóinn, líklega með vilja einhvers eða einhverra um borð. Allt þykir málið hið dularfyllsta. Flugfélagið sem átti þotuna var í ... hvað landi?

4.  Hvað heitir barnsfaðir Grýlu — eftir því sem best er vitað?

5.  Hvað heitir hinn nýi kanslari Þýskalands?

6.  Hinn nýi kanslari reiðir sig meðal annars á stuðning Græningja, sem hafa lengi verið öflugir í Þýskalandi. Fyrsti flokkurinn sem talinn er til Græningja — þótt ekkert grænt sé í nafni hans — bauð fram í stóru landi alveg hinum megin á hnettinum í kosningum í apríl 1972. Í hvaða landi buðu Græningjar fyrst fram samkvæmt því?

7.  Hvaða þéttbýlisstaður er við Skjálfanda?

8.  Þar við flóann settist að fyrsti nafngreindi landnámsmaður Íslands, þótt hann hafi af einhverjum ástæðum aldrei verið talinn landnámsmaður í sögubókum fortíðarinnar. Hvað hét hann?

9.  Hver var forseti Bandaríkjanna á eftir Franklin D. Roosevelt?

10.  Einn er staður á Íslandi sem mjög er óljóst eftir hverjum heitir. Þjóðsaga, sem líklega er ekki mjög gömul, hermir að Vestfirðingur einn hafi haldið til Noregs og þegar hann kom til baka steig hann á land á óbyggðum stað á Íslandi og bar farangur og fjölskyldu í landi. En þá bjuggu reyndar á staðnum risar og bjargbúar og stökkti Vestfirðingurinn þeim sumum á brott en drap aðra, og hreinsaði svo staðinn af illþýði þessu. Var staðurinn svo nefndur eftir honum. Hvað hét staðurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hver heitir baráttukonan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikkja.

2.  Appollo.

3.  Malasíu.

4.  Leppalúði.

5.  Scholz.

6.  Ástralíu.

7.  Húsavík.

8.  Náttfari.

9.  Truman.

10.  Grímsey.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er gleraugnabjörn.

Á neðri myndinni er Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Í þessu tilfelli dugar Tara.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár