Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

597. spurningaþraut: Græningjar, guðir og Grýla

597. spurningaþraut: Græningjar, guðir og Grýla

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist sú bjarnartegund sem sjá má á myndinni hér að ofan — sú eina sem lifir í Suður-Ameríku?

***

Aðalspurningar:

1.  Artemis hét gyðja ein. Goðsagnakerfi hvaða þjóðar tilheyrði hún?

2.  Hvað hét tvíburabróðir hennar?

3.  Árið 2014 hvarf farþegaþota með fjölda farþega og er hún talin hafa steypt í sjóinn, líklega með vilja einhvers eða einhverra um borð. Allt þykir málið hið dularfyllsta. Flugfélagið sem átti þotuna var í ... hvað landi?

4.  Hvað heitir barnsfaðir Grýlu — eftir því sem best er vitað?

5.  Hvað heitir hinn nýi kanslari Þýskalands?

6.  Hinn nýi kanslari reiðir sig meðal annars á stuðning Græningja, sem hafa lengi verið öflugir í Þýskalandi. Fyrsti flokkurinn sem talinn er til Græningja — þótt ekkert grænt sé í nafni hans — bauð fram í stóru landi alveg hinum megin á hnettinum í kosningum í apríl 1972. Í hvaða landi buðu Græningjar fyrst fram samkvæmt því?

7.  Hvaða þéttbýlisstaður er við Skjálfanda?

8.  Þar við flóann settist að fyrsti nafngreindi landnámsmaður Íslands, þótt hann hafi af einhverjum ástæðum aldrei verið talinn landnámsmaður í sögubókum fortíðarinnar. Hvað hét hann?

9.  Hver var forseti Bandaríkjanna á eftir Franklin D. Roosevelt?

10.  Einn er staður á Íslandi sem mjög er óljóst eftir hverjum heitir. Þjóðsaga, sem líklega er ekki mjög gömul, hermir að Vestfirðingur einn hafi haldið til Noregs og þegar hann kom til baka steig hann á land á óbyggðum stað á Íslandi og bar farangur og fjölskyldu í landi. En þá bjuggu reyndar á staðnum risar og bjargbúar og stökkti Vestfirðingurinn þeim sumum á brott en drap aðra, og hreinsaði svo staðinn af illþýði þessu. Var staðurinn svo nefndur eftir honum. Hvað hét staðurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hver heitir baráttukonan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikkja.

2.  Appollo.

3.  Malasíu.

4.  Leppalúði.

5.  Scholz.

6.  Ástralíu.

7.  Húsavík.

8.  Náttfari.

9.  Truman.

10.  Grímsey.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er gleraugnabjörn.

Á neðri myndinni er Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Í þessu tilfelli dugar Tara.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár