Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

597. spurningaþraut: Græningjar, guðir og Grýla

597. spurningaþraut: Græningjar, guðir og Grýla

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist sú bjarnartegund sem sjá má á myndinni hér að ofan — sú eina sem lifir í Suður-Ameríku?

***

Aðalspurningar:

1.  Artemis hét gyðja ein. Goðsagnakerfi hvaða þjóðar tilheyrði hún?

2.  Hvað hét tvíburabróðir hennar?

3.  Árið 2014 hvarf farþegaþota með fjölda farþega og er hún talin hafa steypt í sjóinn, líklega með vilja einhvers eða einhverra um borð. Allt þykir málið hið dularfyllsta. Flugfélagið sem átti þotuna var í ... hvað landi?

4.  Hvað heitir barnsfaðir Grýlu — eftir því sem best er vitað?

5.  Hvað heitir hinn nýi kanslari Þýskalands?

6.  Hinn nýi kanslari reiðir sig meðal annars á stuðning Græningja, sem hafa lengi verið öflugir í Þýskalandi. Fyrsti flokkurinn sem talinn er til Græningja — þótt ekkert grænt sé í nafni hans — bauð fram í stóru landi alveg hinum megin á hnettinum í kosningum í apríl 1972. Í hvaða landi buðu Græningjar fyrst fram samkvæmt því?

7.  Hvaða þéttbýlisstaður er við Skjálfanda?

8.  Þar við flóann settist að fyrsti nafngreindi landnámsmaður Íslands, þótt hann hafi af einhverjum ástæðum aldrei verið talinn landnámsmaður í sögubókum fortíðarinnar. Hvað hét hann?

9.  Hver var forseti Bandaríkjanna á eftir Franklin D. Roosevelt?

10.  Einn er staður á Íslandi sem mjög er óljóst eftir hverjum heitir. Þjóðsaga, sem líklega er ekki mjög gömul, hermir að Vestfirðingur einn hafi haldið til Noregs og þegar hann kom til baka steig hann á land á óbyggðum stað á Íslandi og bar farangur og fjölskyldu í landi. En þá bjuggu reyndar á staðnum risar og bjargbúar og stökkti Vestfirðingurinn þeim sumum á brott en drap aðra, og hreinsaði svo staðinn af illþýði þessu. Var staðurinn svo nefndur eftir honum. Hvað hét staðurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hver heitir baráttukonan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikkja.

2.  Appollo.

3.  Malasíu.

4.  Leppalúði.

5.  Scholz.

6.  Ástralíu.

7.  Húsavík.

8.  Náttfari.

9.  Truman.

10.  Grímsey.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er gleraugnabjörn.

Á neðri myndinni er Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Í þessu tilfelli dugar Tara.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár