Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

596. spurningaþraut: „Drottinn, sem telur mín höfuðhár!“

596. spurningaþraut: „Drottinn, sem telur mín höfuðhár!“

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Daniel nokkur Craig lék James Bond í nokkrum bíómyndum. Hve mörgum?

2.  Hvað heitir safnið þar sem málverkið af Mónu Lísu er haft til sýnis?

3.  Hversu mörg hár er maður með á höfðinu — svona nokkurn veginn? Eru þau 10 þúsund, 100 þúsund, milljón eða 10 milljónir?

4.  Florence Griffith-Joyner var kona ein sem lést aðeins 38 ára gömul árið 1998. Hún var mikil afrekskona í íþróttum og frægt met sem hún setti árið 1988 stendur enn. Í hvaða grein var það met sett?

5.  Í hvaða ríki Bandaríkjanna er borgin Tampa?

6.  Um árið 440 lék þjóð nokkur lausum hala víða um Evrópu og gerði ýmis hervirki. Konungur þjóðar þessarar lengi vel var nefndur Atli. Hvað kallaðist þjóðin?

7.  Hvaða stórslys varð 15. apríl 1912?

8.  Hver er almennt viðurkennt að hafi fundið upp ljósaperuna?

9.  Á þessum degi árið 1692 voru 50 manns drepnir þar sem heitir Glencoe í Skotlandi og var þar um að ræða uppgjör tveggja helstu valdaætta í hálöndunum. Spruttu af þessu þjóðsögur og söngvar. Hinir myrtu voru nær allir af sömu rammlega skosku ættinni og báru ættarnafnið ... hvaða ættarnafn?

10.  Árið 897 gerðist sá fáheyrði atburður að lík valdamanns eins í Evrópu var grafið upp, ári eftir að hann lést, líkið var dubbað upp í fullan valdaskrúða, og svo var réttað yfir rotnandi líkinu með mikilli viðhöfn fyrir ýmsa meinta glæpi. Þessi valdamaður hét Formosus en hvaða embætti gegndi hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fyrirtæki notar lógóið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fimm.

2.  Louvre.

3.  Um það bil 10 þúsund.

4.  100 metra hlaupi. Hún á raunar líka metið í 200 metra hlaupi kvenna, svo það telst líka rétt.

5.  Flórída.

6.  Húnar.

7.  Titanic fórst.

8.  Edison.

9.  MacDonald.

10.  Formosus var páfi.

***

Svör við aukaspurningum:

Kjarval málaði málverkið.

Wikipedia notar lógóið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár