Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

595. spurningaþraut: Fyrir 783 árum var her á ferð, en hvaða her?

595. spurningaþraut: Fyrir 783 árum var her á ferð, en hvaða her?

Fyrri aukaspurning:

Unga konan á myndinni hér að ofan er ein vinsælasta dægursöngkona heims um þessar mundir, og þykir einnig liðtæk fyrirsæta. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var fyrsta konan sem varð forsætisráðherra á Norðurlöndunum?

2.  Í hvaða landi er borgin Karachi?

3.  Eitt stærsta sprengigos (gjósku- eða vikurgos) sem orðið hefur á jörðinni á sögulegum tíma varð árið 1362 í eldfjallinu ... já, hvað heitir eldfjallið?

4.  Hver lagði undir sig Moskvu árið 1812?

5.  En hvaða her var hins vegar á ferðinni tæpum 600 árum fyrr, eða árið 1238, og lagði þá undir sig Moskvu?

6.  Hvaða frumefni er númer eitt í lotukerfinu svonefnda og er raunar algengasta frumefni alheimsins?

7.  Hvaða ríki framleiddi bílategundina Trabant?

8.  Um og upp úr 2005 var starfandi á Íslandi mikil gleðihljómsveit sem kallaði sig Trabant. Hver var aðalsöngvari þeirrar ágætu hljómsveitar?

9.  Landnámssetrið svonefnda er rekið í bæ einum með miklum myndarbrag og eru þar settar upp leiksýningar og margt annað til gagns og gamans. Í hvaða bæ er Landnámssetrið rekið?

10.  Þetta Landnámssetur er rekið af hjónum sem áður höfðu fengist við hitt og þetta í lífinu. Nefnið að minnsta kosti annað hjónanna fullu nafni.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl sá er sjá má á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gro Harlem Brundtland.

2.  Pakistan.

3.  Öræfajökull.

4.  Napoleon.

5.  Her Mongóla.

6.  Vetni, hydrogen.

7.  Austur-Þýskaland.

8.  Ragnar Kjartansson. Sjá hér snilldarverk Ragnars og félaga:

9.  Borgarnesi.

10.  Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir,

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er hin breska Dua Lipa.

Dua Lipa syngur og leikur

Sjá eitt af vinsælustu lögum hennar hér.

Á neðri myndinni er Jósef Stalín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár