Fanney Hrund Hilmarsdóttir var á fjórða ári í laganámi þegar hún fékk fyrst hugmyndina að þeim ævintýraheimi sem síðar varð að bókinni Fríríkið. „Meðgangan var því löng,“ útskýrir hún.
Á skólabekk kynntist hún kenningum réttarheimspekingsins John Rawls og hugmyndum hans að svokölluðum Fávísisfeldi en Fanney útskýrir hann svona: „Hann felur í sér að þeir sem leggjast undir hann tapa sjálfsmeðvitundinni og þeir hafa ekki hugmynd um af hvaða kyni þeir eru, á hvaða aldri, hvaða stétt þeir tilheyra, hvaða starfi þeir sinna eða yfirhöfuð vita neitt um það sem snýr að þeim persónulega. Í þessari sjálfsvitundarlegu óvissu er þeim gert að semja grunnlög samfélagsins.“
Fanney útskýrir að hugmyndin Rawls hafi sætt ákveðinni gagnrýni á þeim tíma sem hún kom út en hún hafi sjálf ekki verið tilbúin að leggja hana undir feld alveg strax. „Ég var ekki alveg tilbúin til að skilja við fávísisfeldinn þarna, sem einhvers konar útópíu eða …
Athugasemdir