Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

594. spurningaþraut: Dauðinn á Níl. Eða var það Gíbraltar?

594. spurningaþraut: Dauðinn á Níl. Eða var það Gíbraltar?

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund er hvuttinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Ray Davies heitir tónlistarmaður einn. Hvaða hljómsveit leiddi hann?

2.  Í hvaða landi er borgin Winnipeg?

3.  Af hverju er hún kunn í íslenskri sögu?

4.  Hvaða ráðherraembætti gegnir Lilja Alfreðsdóttir nú?

5.  Hvaða starfi gegndu þessir karlmenn allir á 19. öldinni: JohnTyler, James Polk, Zachary Taylor, Millard Fillmore og Franklin Pierce?

6.  Hver skrifaði bókina Dauðinn á Níl, eða Death on the Nile, sem oft hefur verið kvikmynduð?

7.  Hvaða ríki eiga land að Gíbraltar-sundi?

8.  Hvað heitir fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu?

9.  Hver samdi hina svonefndu Brandenborgar-konserta?

10.  Mary Shelley hét kona ein sem uppi var á fyrri hluta 19. aldar. Hún samdi eina af frægustu skáldsögum aldarinnar. Um hvað var hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða landflæmi má sjá hér að ofan á ögn óvenjulegan hátt?

***

Svör við aðalaspurningum:

1.  Kinks.

2.  Kanada.

3.  Þangað fluttist mikið af Íslendingum á 19. öld.

4.  Viðskipta- og menningarmálaráðherra.

5.  Þeir voru forsetar Bandaríkjanna.

6.  Agatha Christie.

7.  Marokkó, Spánn og Bretland (Gíbraltar).

8.  Alfa.

9.  Bach.

10.  Frankenstein.

***

Svör við aukaspurningum:

Hundurinn er af sortinni Chow Chow.

Kortið sýnir aftur á móti Suðurskautslandið, þegar búið er að bræða ofan af því ísinn!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár