Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

594. spurningaþraut: Dauðinn á Níl. Eða var það Gíbraltar?

594. spurningaþraut: Dauðinn á Níl. Eða var það Gíbraltar?

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund er hvuttinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Ray Davies heitir tónlistarmaður einn. Hvaða hljómsveit leiddi hann?

2.  Í hvaða landi er borgin Winnipeg?

3.  Af hverju er hún kunn í íslenskri sögu?

4.  Hvaða ráðherraembætti gegnir Lilja Alfreðsdóttir nú?

5.  Hvaða starfi gegndu þessir karlmenn allir á 19. öldinni: JohnTyler, James Polk, Zachary Taylor, Millard Fillmore og Franklin Pierce?

6.  Hver skrifaði bókina Dauðinn á Níl, eða Death on the Nile, sem oft hefur verið kvikmynduð?

7.  Hvaða ríki eiga land að Gíbraltar-sundi?

8.  Hvað heitir fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu?

9.  Hver samdi hina svonefndu Brandenborgar-konserta?

10.  Mary Shelley hét kona ein sem uppi var á fyrri hluta 19. aldar. Hún samdi eina af frægustu skáldsögum aldarinnar. Um hvað var hún?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða landflæmi má sjá hér að ofan á ögn óvenjulegan hátt?

***

Svör við aðalaspurningum:

1.  Kinks.

2.  Kanada.

3.  Þangað fluttist mikið af Íslendingum á 19. öld.

4.  Viðskipta- og menningarmálaráðherra.

5.  Þeir voru forsetar Bandaríkjanna.

6.  Agatha Christie.

7.  Marokkó, Spánn og Bretland (Gíbraltar).

8.  Alfa.

9.  Bach.

10.  Frankenstein.

***

Svör við aukaspurningum:

Hundurinn er af sortinni Chow Chow.

Kortið sýnir aftur á móti Suðurskautslandið, þegar búið er að bræða ofan af því ísinn!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár