Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

593. spurningaþraut: Hvað hét frænka Elísabetar og Sakaría?

593. spurningaþraut: Hvað hét frænka Elísabetar og Sakaría?

Fyrri aukaspurning:

Hún er einfaldlega svona: Hver er þessi kona?!

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er Jóhannesarborg?

2.  Hvað kölluðu Rómverjar það land sem við nefnum nú Frakkland?

3.  Árið 1902 var reistur spítali í Reykjavík á stað sem nú telst vera Lindargata. Spítalinn var kostaður af erlendu ríki og var ætlaður sérstaklega til að sinna sjómönnum þess ríkis sem sóttu á Íslandsmið, en Íslendingar nutu líka góðs af. Hvaða erlenda ríki var þetta?

4.  Hver skrifaði bókina Glæstar vonir, Great Expectations?

5.  Hvaða enski kóngur átti sex eiginkonur?

6.  Hver var aðalsöngkona hljómsveitarinnar Sykurmolarnir?

7.  Kona ein er hér um bil sú frægasta í sögunni, en harla fátt er vitað um uppruna hennar. Samkvæmt einni heimild voru hjón að nafni Elísabet og Sakaría skyld henni, en alls ekkert er vitað um foreldra hennar sjálfrar. Hvað hét konan?

8.  Til að komast frá úthafi inn í botn hins svonefnda Azovshafs, þá þurfiði að sigla fyrst gegnum fjögur önnur innhöf. Nefnið þau öll!  

9.  Fræg skáldsaga — og ekki síður fræg kvikmynd eftir sögunni — heitir á dönsku Borte med blæsten. Sagan er reyndar alls ekki dönsk, en hvað er hún nefnd á íslensku?

10.  Frægur svikahrappur var eitt sinn í þjónustu ungs manns, og tókst að blekkja þjóðhöfðingja í landi einu til að trúa því að ungi maðurinn húsbóndi hans væri auðugur markgreifi. Þetta tókst svikahrappnum með allskonar þykjustuleikjum (en einnig með beinum ógnunum í garð fólks) og endaði meira að segja með því að drepa rummung einn, sem ekkert hafði til saka unnið, og ræna húsi hans. En vegna þess að svikahrappnum lánaðist ætlunarverk sitt, þá var ungi maðurinn þaðan í frá einn af helstu mönnum landsins, og svikahrappurinn annálaður fyrir glæsileg brögð sín og brellur. Hver var svikahrappurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Hver á þennan hund?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Suður-Afríku.

2.  Gallíu.

3.  Frakkland.

4.  Dickens.

5.  Hinrik 8.

6.  Björk.

7.  María mey.

8.  Miðjarðarhaf, Eyjahaf, Marmarahaf, Svartahaf.

9.  Á hverfanda hveli.

10.  Stígvélaði kötturinn.

***  

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er leikkonan Cate Blanchett.

Á neðri myndinni er Winston Churchill með hundinn sinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár