Fyrri aukaspurning:
Hver er konan sem þarna stillti sér upp með portúgalska fótboltakappanum Cristiano Ronaldo fyrir fimm árum eða svo?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða bandaríska kvikmyndafyrirtæki hafði öskrandi ljón sem sitt lógó eða einkennismynd?
2. Fyrir hvaða flokk situr Ásmundur Friðriksson á þingi?
3. En Diljá Mist Einarsdóttir sem er nýliði á þinginu?
4. Í hvaða landi er höfuðborgin Ankara?
5. Bragi Valdimar Skúlason er dómari í fisléttum spurningaþætti sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldum. Hvað heita þættirnir?
6. Og hver er umsjónarmaður ásamt Braga Valdimar?
7. Hver var forsætisráðherra Íslands aldamótaárið 2000?
8. Á Skagafirði er eyja nokkur sem var í byggð til ársins 1950 þegar býli í eyjunni brann til kaldra kola og íbúar gáfust upp á búsetu þar og fluttu í land. Hvað heitir eyjan?
9. Hver er eini málmurinn í lotukerfinu (það er að segja frumefni af málmtagi) sem er í vökvaformi við stofuhita?
10. Brons heitir málmur einn, eða öllu blanda aðallega tveggja málma. Hvaða málmar eru það?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað er þetta hús kallað?
***
Svör við aðalspurningum:
1. MGM.
2. Sjálfstæðisflokkinn.
3. Líka Sjálfstæðisflokkinn.
4. Tyrklandi.
5. Kappsmál.
6. Björg Magnúsdóttir.
7. Davíð Oddsson.
8. Málmey.
9. Kvikasilfur.
10. Kopar og tin.
***
Svör við aðalspurningum:
Á efri myndinni er Sara Björk landsliðskona í fótbolta.
Á neðri mynd er ráðherrabústaðurinn.
Athugasemdir