Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

592. spurningaþraut: Stjórnmálamenn, Bragi Valdimar og öskrandi ljón!

592. spurningaþraut: Stjórnmálamenn, Bragi Valdimar og öskrandi ljón!

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan sem þarna stillti sér upp með portúgalska fótboltakappanum Cristiano Ronaldo fyrir fimm árum eða svo?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða bandaríska kvikmyndafyrirtæki hafði öskrandi ljón sem sitt lógó eða einkennismynd?

2.  Fyrir hvaða flokk situr Ásmundur Friðriksson á þingi?

3.  En Diljá Mist Einarsdóttir sem er nýliði á þinginu?

4.  Í hvaða landi er höfuðborgin Ankara?

5.  Bragi Valdimar Skúlason er dómari í fisléttum spurningaþætti sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldum. Hvað heita þættirnir?

6.  Og hver er umsjónarmaður ásamt Braga Valdimar?

7.  Hver var forsætisráðherra Íslands aldamótaárið 2000?

8.  Á Skagafirði er eyja nokkur sem var í byggð til ársins 1950 þegar býli í eyjunni brann til kaldra kola og íbúar gáfust upp á búsetu þar og fluttu í land. Hvað heitir eyjan?

9.  Hver er eini málmurinn í lotukerfinu (það er að segja frumefni af málmtagi) sem er í vökvaformi við stofuhita?

10.  Brons heitir málmur einn, eða öllu blanda aðallega tveggja málma. Hvaða málmar eru það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er þetta hús kallað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  MGM.

2.  Sjálfstæðisflokkinn.

3.  Líka Sjálfstæðisflokkinn.

4.  Tyrklandi.

5.  Kappsmál.

6.  Björg Magnúsdóttir.

7.  Davíð Oddsson.

8.  Málmey.

9.  Kvikasilfur.

10.  Kopar og tin.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri myndinni er Sara Björk landsliðskona í fótbolta.

Á neðri mynd er ráðherrabústaðurinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár