Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða söngleik er myndin hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvernig er svonefnd tartarsteik elduð?
2. Hvað nefnast fitusýrurnar sem finnast í lýsi og taldar eru einkar heilsusamlegar? Svarið þarf að vera nákvæmt.
3. Hvaða stórborg er við suðurmynni Malacca-sunds í Asíu?
4. Í hvaða landi er stórborgin Sao Paulo?
5. Í hvaða jökli leynist eldstöðin Katla?
6. Ásthildur Sturludóttir er bæjarstjóri ... hvar?
7. Í hvaða landi eru Kia bílar upprunnir?
8. Alfred Wegener hét maður nokkur sem setti árið 1912 fram djarfa kenningu í vísindum, og var hún svo frumleg að það leið nærri hálf öld þangað til hún varð viðtekinn sannleikur í vísindunum. Hvaða kenning var þetta?
9. Við höfuðborg Súdan falla saman tvær stórar ár. Önnur kemur sunnan úr Mið-Afríku en hin úr fjöllum Eþíópíu. Saman mynda árnar hið mikla fljót Níl sem fellur loks til sjávar í Egiftalandi. Vestari áin (úr Mið-Afríku) heitir Hvíta Níl en hvað heitir sú eystri?
10. Í Íslendingasögu einni segir karl einn svo: „Satt eitt segið þið, og myndi aftur hafa horfið ef þið hefðuð hitt mig fyrr, en nú falla vötn öll til ...“ Ja, hvert féllu öll vötn?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fáni er hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Hún er borin fram hrá.
2. Omega 3.
3. Singapúr.
4. Brasilíu.
5. Mýrdalsjökli.
6. Akureyri.
7. Suður-Kóreu.
8. Landrekskenningin.
9. Bláa Níl.
10. Dýrafjarðar.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er úr söngleiknum My Fair Lady.
Neðri myndin er af fána Úkraínu.
Svo eru hér fyrir neðan hlekkir á fleiri þrautir.
Athugasemdir