Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

591. spurningaþraut: Fitusýrur, tartarsteik, Malacca-sund — verður á betra kosið?

591. spurningaþraut: Fitusýrur, tartarsteik, Malacca-sund — verður á betra kosið?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða söngleik er myndin hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvernig er svonefnd tartarsteik elduð?

2.  Hvað nefnast fitusýrurnar sem finnast í lýsi og taldar eru einkar heilsusamlegar? Svarið þarf að vera nákvæmt.

3.  Hvaða stórborg er við suðurmynni Malacca-sunds í Asíu? 

4.  Í hvaða landi er stórborgin Sao Paulo?

5.  Í hvaða jökli leynist eldstöðin Katla?

6.  Ásthildur Sturludóttir er bæjarstjóri ... hvar?

7.  Í hvaða landi eru Kia bílar upprunnir?

8.  Alfred Wegener hét maður nokkur sem setti árið 1912 fram djarfa kenningu í vísindum, og var hún svo frumleg að það leið nærri hálf öld þangað til hún varð viðtekinn sannleikur í vísindunum. Hvaða kenning var þetta?

9.  Við höfuðborg Súdan falla saman tvær stórar ár. Önnur kemur sunnan úr Mið-Afríku en hin úr fjöllum Eþíópíu. Saman mynda árnar hið mikla fljót Níl sem fellur loks til sjávar í Egiftalandi. Vestari áin (úr Mið-Afríku) heitir Hvíta Níl en hvað heitir sú eystri?

10.  Í Íslendingasögu einni segir karl einn svo: „Satt eitt segið þið, og myndi aftur hafa horfið ef þið hefðuð hitt mig fyrr, en nú falla vötn öll til ...“ Ja, hvert féllu öll vötn?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hún er borin fram hrá.

2.  Omega 3.

3.  Singapúr.

4.  Brasilíu.

5.  Mýrdalsjökli.

6.  Akureyri.

7.  Suður-Kóreu.

8.  Landrekskenningin.

9.  Bláa Níl.

10.  Dýrafjarðar.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr söngleiknum My Fair Lady.

Neðri myndin er af fána Úkraínu.

Svo eru hér fyrir neðan hlekkir á fleiri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár