„Bókin Stórfiskur er um íslenskan hönnuð sem fær verkefni sem hann ræður illa við,“ segir rithöfundurinn Friðgeir Einarsson. Verkefnið er að hanna merki fyrir íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki. Fyrirtæki sem er mjög umdeilt af því að framleiðslan þeirra er hvalkjöt.
Hvaða gildi leggjum við í vinnu?
„Hann þarf að finna út úr því hvað sé best að gera fyrir þetta fyrirtæki. Samhliða þeirri togstreitu er hann að kljást við veikindi sem hrjá hann og koma í veg fyrir að hann geti unnið almennilega, þau leggjast aðallega á hendurnar á honum.“
Sem er erfitt fyrir mann sem hefur starfa sinn af því að teikna og vinna í tölvu. Tveimur mjög ólíkum atvinnugreinum er stefnt saman í bókinni, en bókin fjallar öðrum þræði um vinnu. „Hvaða gildi við leggjum í vinnu og hvernig okkur hættir til að skilgreina líf okkar út frá vinnustundum og skilgreinum hver við erum út frá því hvað við vinnum …
Athugasemdir