Hér er spurt um nöfn á íslenskum skáldsögum. Alltaf vantar eitthvað í bókarheitið og þið eigið að finna út hvað það er. Aukaspurningarnar snúast hins vegar um erlendar skáldsögur.
Fyrri aukaspurning:
Myndin hér að ofan er úr kvikmyndagerð skáldsögu sem heitir ... hvað?
***
Aðalspurningar:
1. Ein af Íslendingasögunum heitir Gunnlaugs saga ...?
2. Árið 2004 kom út skáldsaga Auðar Jónsdóttur, Fólkið í ...?
3. Vigdís Grímsdóttir hafði rúmum áratug áður sent frá sér skáldsöguna Ég heiti Ísbjörg, ég er ...?
4. Ein af skáldsögum Einars Más Guðmundssonar heitir Vængjasláttur í ...?
5. Elísabet Jökulsdóttir gaf í fyrra út bókina Aprílsólar ... hvað?
6. Ein af skáldsögum Halldórs Laxness heitir Kristnihald undir ... hverju?
7. Hallgrímur Helgason skrifaði hins vegar skáldsöguna Konan við ...?
8. Ein af bókum Guðrúnar Helgadóttur heitir Ástarsaga úr ...?
9. Ein af skáldsögum Jóns Kalmans Stefánssonar heitir Eitthvað á stærð við ...?
10. Jóhanna Kristjónsdóttir gaf út ástarsögu fyrir 60 árum sem nefndist Ást á ...?
***
Seinni aukaspurning:
Myndin hér að neðan er úr einni af mörgum kvikmyndaútgáfum af skáldsögunni ...?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Ormstungu.
2. Kjallaranum.
3. Ljón.
4. Þakrennum.
5. Kuldi.
6. Jökli.
7. Þúsund gráður.
8. Fjöllunum.
9. Alheiminn.
10. Rauðu ljósi.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er úr sjónvarpsþáttum eftir Sögu þernunnar (Handmaid's Tale).
Sú neðri er bersýnilega eftir sögunni Oliver Twist.
Athugasemdir