Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

590. spurningaþraut: Nú leikum við bókarheiti

590. spurningaþraut: Nú leikum við bókarheiti

Hér er spurt um nöfn á íslenskum skáldsögum. Alltaf vantar eitthvað í bókarheitið og þið eigið að finna út hvað það er. Aukaspurningarnar snúast hins vegar um erlendar skáldsögur. 

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er úr kvikmyndagerð skáldsögu sem heitir ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Ein af Íslendingasögunum heitir Gunnlaugs saga ...?

2.  Árið 2004 kom út skáldsaga Auðar Jónsdóttur, Fólkið í ...?

3.  Vigdís Grímsdóttir hafði rúmum áratug áður sent frá sér skáldsöguna Ég heiti Ísbjörg, ég er ...?

4.  Ein af skáldsögum Einars Más Guðmundssonar heitir Vængjasláttur í ...?

5.  Elísabet Jökulsdóttir gaf í fyrra út bókina Aprílsólar ... hvað?

6.  Ein af skáldsögum Halldórs Laxness heitir Kristnihald undir ... hverju?

7.  Hallgrímur Helgason skrifaði hins vegar skáldsöguna Konan við ...?

8.  Ein af bókum Guðrúnar Helgadóttur heitir Ástarsaga úr ...?

9.  Ein af skáldsögum Jóns Kalmans Stefánssonar heitir Eitthvað á stærð við ...?

10.  Jóhanna Kristjónsdóttir gaf út ástarsögu fyrir 60 árum sem nefndist Ást á ...?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin hér að neðan er úr einni af mörgum kvikmyndaútgáfum af skáldsögunni ...?

*** 

Svör við aðalspurningum:

1.  Ormstungu.

2.  Kjallaranum.

3.  Ljón.

4.  Þakrennum.

5.  Kuldi.

6.  Jökli.

7.  Þúsund gráður.

8.  Fjöllunum.

9.  Alheiminn.

10.  Rauðu ljósi.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr sjónvarpsþáttum eftir Sögu þernunnar (Handmaid's Tale).

Sú neðri er bersýnilega eftir sögunni Oliver Twist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár