Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

588. spurningaþraut: Hér eru leidd saman Sigmundur Brestisson og Chrissie Hynde

588. spurningaþraut: Hér eru leidd saman Sigmundur Brestisson og Chrissie Hynde

Fyrri aukaspurning:

Hvar eru þessir knáu hestamenn staddir — ef að líkum lætur?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir höfuðborg Bélarus?

2.  Hvað nefnist stærsti fótboltavöllur Kaupmannahafnar, þjóðarleikvangur þeirra Dana?

3.  Augusto Pinochet var einu sinni æðsti yfirmaður hersins í hvaða landi?

4.  Árið 1947 var formlega stofnaður nýr þéttbýlisstaður á Íslandi en þá hafði verið að vaxa á tilteknum stað við stöðuvatn þjónustumiðstöð við sveitirnar í kring. Staðurinn hefur svo vaxið hratt síðan. Hann heitir ...?

5.  Hvað heita hin opinberu trúarbrögð í Japan?

6.  Árið 999 er sagt að víkingahöfðinginn Sigmundur Brestisson hafi með offorsi nokkru komið á kristni á eyjum nokkrum. Hvaða eyjar voru það?

7.  Hemingway var einn helsti rithöfundur Bandaríkjanna á 20. öld. Ein frægasta skáldsaga hans frá seinni hluta ferilsins heitir Gamli maðurinn og ..?

8.  Barbara Cartland var aftur á móti enskur rithöfundur. Hvers konar bkur skrifaði hún?

9.  Hvaða jarðgöng á Íslandi voru tekin í notkun í júlí 1998?

10.  Chrissie Hynde hélt nýlega upp á sjötugsafmælið sitt. Hún er rokkstjarna og heldur enn úti hljómsveit sinni, en sú hljómsveit sló í gegn fyrir 40 árum með lögum eins og Back on the Chain Gang. Hvað heitir hljómsveitin hennar Hynde?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Minsk.

2.  Parken.

3.  Tjíle.

4.  Egilsstaðir.

5.  Sjintó.

6.  Færeyjar.

7.  Hafið.

8.  Ástarsögur.

9.  Hvalfjarðargöng.

10.  Pretenders. 

 

***

Svör við aukaspurningum:

Langlíklegast er að riddararnir séu staddir í Landinu helga, öðru nafni Palestínu. Jerúsalem er líka rétt, og ég gef jafnvel rétt fyrir Ísrael, þótt það ríki hafi ekki verið til á þeim tíma. Þetta eru — eins og sjá má af klæðaburðinum — Musterisriddarar sem störfuðu í Landinu helga fyrst og fremst, að minnsta kosti framan af.

Á neðri myndinni er Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Allar útgáfur af nafninu hennar teljast vera réttar!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár