Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

588. spurningaþraut: Hér eru leidd saman Sigmundur Brestisson og Chrissie Hynde

588. spurningaþraut: Hér eru leidd saman Sigmundur Brestisson og Chrissie Hynde

Fyrri aukaspurning:

Hvar eru þessir knáu hestamenn staddir — ef að líkum lætur?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir höfuðborg Bélarus?

2.  Hvað nefnist stærsti fótboltavöllur Kaupmannahafnar, þjóðarleikvangur þeirra Dana?

3.  Augusto Pinochet var einu sinni æðsti yfirmaður hersins í hvaða landi?

4.  Árið 1947 var formlega stofnaður nýr þéttbýlisstaður á Íslandi en þá hafði verið að vaxa á tilteknum stað við stöðuvatn þjónustumiðstöð við sveitirnar í kring. Staðurinn hefur svo vaxið hratt síðan. Hann heitir ...?

5.  Hvað heita hin opinberu trúarbrögð í Japan?

6.  Árið 999 er sagt að víkingahöfðinginn Sigmundur Brestisson hafi með offorsi nokkru komið á kristni á eyjum nokkrum. Hvaða eyjar voru það?

7.  Hemingway var einn helsti rithöfundur Bandaríkjanna á 20. öld. Ein frægasta skáldsaga hans frá seinni hluta ferilsins heitir Gamli maðurinn og ..?

8.  Barbara Cartland var aftur á móti enskur rithöfundur. Hvers konar bkur skrifaði hún?

9.  Hvaða jarðgöng á Íslandi voru tekin í notkun í júlí 1998?

10.  Chrissie Hynde hélt nýlega upp á sjötugsafmælið sitt. Hún er rokkstjarna og heldur enn úti hljómsveit sinni, en sú hljómsveit sló í gegn fyrir 40 árum með lögum eins og Back on the Chain Gang. Hvað heitir hljómsveitin hennar Hynde?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Minsk.

2.  Parken.

3.  Tjíle.

4.  Egilsstaðir.

5.  Sjintó.

6.  Færeyjar.

7.  Hafið.

8.  Ástarsögur.

9.  Hvalfjarðargöng.

10.  Pretenders. 

 

***

Svör við aukaspurningum:

Langlíklegast er að riddararnir séu staddir í Landinu helga, öðru nafni Palestínu. Jerúsalem er líka rétt, og ég gef jafnvel rétt fyrir Ísrael, þótt það ríki hafi ekki verið til á þeim tíma. Þetta eru — eins og sjá má af klæðaburðinum — Musterisriddarar sem störfuðu í Landinu helga fyrst og fremst, að minnsta kosti framan af.

Á neðri myndinni er Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Allar útgáfur af nafninu hennar teljast vera réttar!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár