Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir litla fjallið sem sjá má á þessari mynd Mats Wibe Lund?
***
Aðalspurningar:
1. Broddi Broddason hefur um árabil starfað sem ...?
2. Í hvaða borg er fótboltaleikvöllurinn Wembley?
3. Hvað heitir formaður Samfylkingarinnar?
4. En hver var formaður þar á undan?
5. Góbi-eyðimörkin er á mótum tveggja ríka. Hver eru þau?
6. Jonathan Swift hét írskur rithöfundur sem skrifaði meðal annars um ferðalang sem lenti í ótrúlegum ævintýrum á rápi sínu um þekktar slóðir og óþekktar. Hvað nefndist ferðalangurinn?
7. Hver skrifaði hins vegar um ljóta andarungann?
8. Í hvaða heimsálfu er landið Bhutan?
9. Í hvaða ríki falla árnar Efrat og Tígris til sjávar?
10. Keisarinn Palpatine, öðru nafni Darth Sidious, hvar kemur hann við sögu?
***
Seinni aukaspurning:
Yfir hvaða borg er litið hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Fréttamaður.
2. London.
3. Logi Einarsson.
4. Oddný Harðardóttir.
5. Kína og Mongólíu.
6. Gúllíver.
7. H.C.Andersen.
8. Asíu.
9. Írak.
10. Í Star Wars bálkinum.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá Stóra Dímon.
Á neðri myndinni má sjá yfir Kaupmannahöfn. Þið áttuð náttúrlega að þekkja borgina af Sívalaturni neðarlega til vinstri.
Athugasemdir