Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

586. spurningaþraut: Nokkur lönd, borgir, eitt lítið fjall

586. spurningaþraut: Nokkur lönd, borgir, eitt lítið fjall

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir litla fjallið sem sjá má á þessari mynd Mats Wibe Lund?

***

Aðalspurningar:

1.  Broddi Broddason hefur um árabil starfað sem ...?

2.  Í hvaða borg er fótboltaleikvöllurinn Wembley?

3.  Hvað heitir formaður Samfylkingarinnar?

4.  En hver var formaður þar á undan?

5.  Góbi-eyðimörkin er á mótum tveggja ríka. Hver eru þau?

6.  Jonathan Swift hét írskur rithöfundur sem skrifaði meðal annars um ferðalang sem lenti í ótrúlegum ævintýrum á rápi sínu um þekktar slóðir og óþekktar. Hvað nefndist ferðalangurinn?

7.  Hver skrifaði hins vegar um ljóta andarungann?

8.  Í hvaða heimsálfu er landið Bhutan?

9.  Í hvaða ríki falla árnar Efrat og Tígris til sjávar?

10.  Keisarinn Palpatine, öðru nafni Darth Sidious, hvar kemur hann við sögu?

***

Seinni aukaspurning:

Yfir hvaða borg er litið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fréttamaður.

2.  London.

3.  Logi Einarsson.

4.  Oddný Harðardóttir.

5.  Kína og Mongólíu.

6.  Gúllíver.

7.  H.C.Andersen.

8.  Asíu.

9.  Írak.

10.  Í Star Wars bálkinum.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Stóra Dímon.

Á neðri myndinni má sjá yfir Kaupmannahöfn. Þið áttuð náttúrlega að þekkja borgina af Sívalaturni neðarlega til vinstri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár