Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

582. spurningaþraut: Hver stal jólunum? Hver frestaði jólunum? Var það einhver?

582. spurningaþraut: Hver stal jólunum? Hver frestaði jólunum? Var það einhver?

Fyrri aukaspurning:

Þessi brúðhjón gengu í hjónaband fyrr í nóvember. Nefnið annað þeirra. Þið fáið svo lárviðarstig ef þið getið nefnt bæði!

***

Aðalspurningar:

1.  Á hverjum lengdist nefið þegar hann laug?

2.  Hver stal jólunum?

3.  Hvaða þjóðarleiðtogi var hins vegar sagður hafa ætlað að fresta jólunum fyrir rúmi hálfri öld — þótt nokkuð sé sú þjóðsaga málum blandin?

4.  Drottning ein kom á fund Salómons konungs í Biblíunni til að kanna hvort hann væri eins vitur og smart og sögur hermdu. Þetta var drottningin af ... ?

5.  Hver er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna?

6.  Aðalsteinn Kjartansson, Stefán Drengsson og einn höfundur enn gáfu fyrir tveim árum út bókina Ekkert að fela. Hver var þessi þriðji höfundur bókarinnar?

7.  Karl einn heitir Steven Gerrard. Á hvaða sviði hefur hann látið að sér kveða?

8.  Hvernig er smaragður á litinn?

9.  En rúbíni?

10.  Hvað smíðaði Aureliano Búendía ofursti sér til hugarhægðar í ellinni?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða leikkona er hér að neðan í sínu síðasta hlutverki í bíómynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gosa.

2.  Trölli eða Grinch.

3.  Castro Kúbuleiðtogi.

4.  Saba.

5.  4. júlí.

6.  Helgi Seljan.

7.  Fótbolta.

8.  Grænn.

9.  Rauður.

10.  Gullfiska.

***

Svör við aukaspurningum:

Á eftir myndinni eru Malala Yousafzai (fornafnið hennar dugar) og Asser Malik.

Á neðri myndinni má sjá Marlene Dietrich í myndinni Just a Gigolo. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár