Útgerð Guðmundar Kristjánssonar hefur keypt loðnukvóta af Brimi, þar sem hann er forstjóri, til að koma útgerðinni undir 12 prósenta aflahlutdeild. Viðskiptin fóru fram á milli Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem að langstærstum hluta er í eigu Guðmundar, og Brims, þar sem Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti hluthafinn.
Útgerðarfélag Reykjavíkur greiðir Brimi 3,4 milljarða króna fyrir heimildirnar, sem nema 5,84 prósenta aflahlutdeildar í loðnu og 0,2 prósenta í ufsa. Samhliða gerði Brim samkomulag við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kauprétt á loðnuheimildunum til baka verði breyting á þorskígildsstuðlum.
Fiskistofa vakti athygli á því í kjölfar úthlutunar loðnukvóta í haust að Brim væri komið yfir leyfileg mörk er varða aflahlutdeild. Lögin kveða á um að engin útgerð eða tengdar útgerðir megi fara með meira en 12 prósent aflaheimilda mælt í þorskígildistonnum. Sú aðferð er notuð til að gera verðmæti ólíkra fisktegunda samanburðarhæfar.
Samkvæmt lögum …
Athugasemdir (1)