Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sólveig Anna segir lögfræðing ASÍ lýsa stuðningi við mann sem hafi hótað henni

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Efl­ing­ar, gagn­rýn­ir Magnús M. Norð­dahl lög­ræð­ing ASÍ harð­lega fyr­ir at­huga­semd sem hann skrif­aði við færslu hjá Tryggva Marteins­syni, sem vik­ið var úr starfi kjara­full­trúa Efl­ing­ar í gær. Um­rædd­ur Tryggvi er að sögn Sól­veig­ar Önnu mað­ur­inn sem hót­aði að beita hana of­beldi.

Sólveig Anna segir lögfræðing ASÍ lýsa stuðningi við mann sem hafi hótað henni
Segir ASÍ hafa tapað trúverðugleika sínum Sólveig Anna segir að með framgöngu sinni hafi Magnús M. Norðdahl fyrirgert trúverðugleika ASÍ í málum er snúi að kynbundnu ofbeldi og áreiti.

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir lögfræðing Alþýðusambands Íslands hafa gert sambandið vanhæft til að hafa aðkomu að málum sem snerti kynbundið ofbeldi og áreiti. Með ummælum um mál starfsmanns skrifstofu Eflingar, sem að Sólveig Anna ber að hafi hótað því að beita sig ofbeldi, hafi lögfræðingurinn, Magnús M. Norðdahl, gert það að verkum að ASÍ hafi tapað trúverðugleika sínum.

Málið snýst um athugasemd sem Magnús ritaði við færslu Tryggva Marteinssonar, sem rekinn var úr starfi kjarafulltrúa hjá Eflingu í gær eftir 27 ára starf. Tryggvi er maðurinn sem ásakaður hefur verið um að hafa hótað að vinna Sólveigu Önnu mein á meðan hún var enn formaður Eflingar. Það staðfestir Sólveig Anna í pósti sem hún hefur sent á Magnús M. Norðdahl, Drífu Snædal forseta ASÍ og Höllu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins. Sólveig Anna hefur einnig birt umræddan póst á Facebook-síðu sinni.

Tryggvi setti sjálfur inn færslu á Facebook-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann greindi frá því að hann hefði verið rekinn frá Eflingu. Í upphaflegri færslu Tryggva sagði einnig: „Ég galt þess að vera íslendingur [svo] og karlmaður.“ Síðar breytti Tryggvi færslunni og tók þá setningu út.

Í athugasemdum við færslu Tryggva skrifaði Magnús M. Norðdahl: „Ömurlegar fréttir kæri félagi – á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað – þvert á móti.“

ASÍ hafi tapað trúverugleika sínum

Í pósti sínum segir Sólveig Anna frá því að Tryggvi hafi hótað henni ofbeldisverkum á heimili hennar. „Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Jafnframt segir Sólveig Anna að fyrir liggi skriflegur vitnisburður frá starfsmanni Eflingar sem Tryggvi hafi orðað þessar hótanir sínar við, og hefur Sólveig greint frá því áður opinberlega. Tilkynnti Sólveig hótunina til lögreglu en féll frá ósk um aðgerðir vegna hennar af hálfu stjórnenda á skrifstofu Eflingar.

„Ég tel að með framgöngu þinni hafir þú gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti“
Sólveig Anna Jónsdóttir

Sem fyrr segir var Tryggva sagt upp störfum í gær og tiltekur Sólveig að hún hafi ekkert haft með þá ákvörðun að gera, enda hafi hún þá sagt af sér sem formaður Eflingar. Í stöðuuppfærslu Tryggva kallar hann stjórnendur Eflingar kommúnista, og í athugasemdum segir hann að Efling sé „einhver pólsk útgáfa af stéttarfélagi“. Þeim ummælum hefur Tryggvi eytt.

Sólveig gangrýnir Magnús M. Norðdahl harðlega fyrir að hafa látið þau ummæli sem tilgreind eru hér að ofan falla. Hann sé lögfræðingur ASÍ og njóti fyrir vikið virðingar og hafi tiltrú fólks. Með orðum sínum lýsi hann samúð og stuðningi við geranda í ofbeldismáli og kasti rýrð á frásögn þolanda hótunar. Það gerir hann þrátt fyrir að hann hljóti að vera upplýstur um inntak þess sem Sólveig Anna hafi greint frá um málið.

„Ég tel að með framgöngu þinni hafir þú gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig Anna.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Afsögn Sólveigar Önnu

Sólveig Anna fullyrðir að nýr varaforseti ASÍ verði „einn af dyggustu liðsmönnum gömlu verkalýðshreyfingarinnar“
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu

Sól­veig Anna full­yrð­ir að nýr vara­for­seti ASÍ verði „einn af dygg­ustu liðs­mönn­um gömlu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Efl­ing­ar og fyrr­ver­andi vara­for­seti ASÍ, seg­ir að næsti vara­for­seti verði Hall­dóra Sveins­dótt­ir. Með skip­un Hall­dóru muni á ný hefjast vinna við að koma SALEK-sam­komu­lag­inu á kopp­inn og „taka alla lýð­ræð­is­lega stjórn kjara­mála úr hönd­um launa­fólks sjálfs“.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár