Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

577. spurningaþraut: Hvaða nafnar sitja á Alþingi?

577. spurningaþraut: Hvaða nafnar sitja á Alþingi?

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða styrjöld var ljósmyndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Vjatséslav Molotov hét maður nokkur sem andaðist 96 ára árið 1986. Hver var hans starfi lengst af?

2.  Víðfrægur kokkteill er kenndur við Molotov. Hver er aðal vökvinn í honum?

3.  Smáríkið San Marino er umkringt öðru stærra ríki á alla vegu. Hvaða ríki er það? 

4.  En hvað heitir höfuðborgin í San Marino?

5.  Hverjir reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti; ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt?

6.  Hver leikur leiðtoga „Stórfjölskyldunnar“ í þriðju seríu af Ófærð sem nú er í gangi?

7.  Í vinsælum sjónvarpsseríum þessi misserin segir frá Roy-fjölskyldunni og bægslagangi hennar við að reka fjölmiðlafyrirtæki sitt. Hvað heita þættirnir?

8.  Hvaða dýr ber latneska fræðiheitið felis catus?

9.  Ragnhildur Helgadóttir varð önnur konan á Íslandi til að gegna ráðherraembætti. Það var árið 1983. Í hvaða stjórnmálaflokki var Ragnhildur?

10.  Tveir þingmenn á Alþingi Íslendinga eru nafnar — það er, heita sömu tveimur skírnarnöfnunum, þótt föðurnöfn þeirra séu ekki hin sömu. Hvað heita þessir þingmenn?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Utanríkisráðherra Sovétríkjanna.

2.  Bensín eða steinolía.

3.  Ítalía.

4.  San Marino.

5.  „Feðurnir frægu.“ Einnig má nefna „frjálsræðishetjurnar góðu“. 

6.  Egill Ólafsson.

7.  Succession.

8.  Heimiliskötturinn.

9.  Sjálfstæðisflokkinn.

10.  Þeir heita báðir Guðmundur Ingi. Annar er Guðbrandsson og situr á þingi fyrir VG, hinn er Kristinsson og er í Flokki fólksins.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Víetnam-stríðinu eins og augljóst má vera af þyrlugerðunum og búnaði dátanna.

Neðri myndin er af Ellý Vilhjálms.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár