Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

577. spurningaþraut: Hvaða nafnar sitja á Alþingi?

577. spurningaþraut: Hvaða nafnar sitja á Alþingi?

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða styrjöld var ljósmyndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Vjatséslav Molotov hét maður nokkur sem andaðist 96 ára árið 1986. Hver var hans starfi lengst af?

2.  Víðfrægur kokkteill er kenndur við Molotov. Hver er aðal vökvinn í honum?

3.  Smáríkið San Marino er umkringt öðru stærra ríki á alla vegu. Hvaða ríki er það? 

4.  En hvað heitir höfuðborgin í San Marino?

5.  Hverjir reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti; ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt?

6.  Hver leikur leiðtoga „Stórfjölskyldunnar“ í þriðju seríu af Ófærð sem nú er í gangi?

7.  Í vinsælum sjónvarpsseríum þessi misserin segir frá Roy-fjölskyldunni og bægslagangi hennar við að reka fjölmiðlafyrirtæki sitt. Hvað heita þættirnir?

8.  Hvaða dýr ber latneska fræðiheitið felis catus?

9.  Ragnhildur Helgadóttir varð önnur konan á Íslandi til að gegna ráðherraembætti. Það var árið 1983. Í hvaða stjórnmálaflokki var Ragnhildur?

10.  Tveir þingmenn á Alþingi Íslendinga eru nafnar — það er, heita sömu tveimur skírnarnöfnunum, þótt föðurnöfn þeirra séu ekki hin sömu. Hvað heita þessir þingmenn?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Utanríkisráðherra Sovétríkjanna.

2.  Bensín eða steinolía.

3.  Ítalía.

4.  San Marino.

5.  „Feðurnir frægu.“ Einnig má nefna „frjálsræðishetjurnar góðu“. 

6.  Egill Ólafsson.

7.  Succession.

8.  Heimiliskötturinn.

9.  Sjálfstæðisflokkinn.

10.  Þeir heita báðir Guðmundur Ingi. Annar er Guðbrandsson og situr á þingi fyrir VG, hinn er Kristinsson og er í Flokki fólksins.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Víetnam-stríðinu eins og augljóst má vera af þyrlugerðunum og búnaði dátanna.

Neðri myndin er af Ellý Vilhjálms.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár