Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

575. spurningaþraut: Látum Smerdjakov liggja milli hluta en hvað með bræðurna Dmitrí, Ívan og Alexei?

575. spurningaþraut: Látum Smerdjakov liggja milli hluta en hvað með bræðurna Dmitrí, Ívan og Alexei?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að ofan? Hann var ungur að árum þegar myndin var tekin og hann var lítt kunnur opinberlega nema í sínum hópi. En það breyttist rækilega þegar hann var kominn á miðjan aldur.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er fjórða fjölmennasta borg í Evrópu?

2.  Karakorum hét borg sem stofnað var upp úr 1220 eftir Krist og óx úr grasi með ógnarhraða, enda varð hún höfuðborg í splunkunýju heimsveldi. Borgin var að vísu ekki höfuðborg heimsveldisins nema í nokkra áratugi en var þó býsna stöndug góða hríð. Nú hefur hún lengi verið lítilfjörleg og íbúatalan lág. En hverjir voru það sem reistu Karakorum og gerðu um skeið að heimsborg?

3.  Haustið 1870 sagði leiðtogi Frakka af sér eftir að hafa beðið auðmýkjandi ósigur í stríði við Prússland og önnur þýsk ríki. Hvað nefndist þessi franski leiðtogi?

4.  Milli hvaða tveggja þéttbýlisstaða við ströndina á Íslandi er lengst óbyggð strandlengja?

5.  Hvað er minnsta ríki heimsins að flatarmáli?

6.  Ungur enskur fótboltamaður að nafni Phil Foden vakti athygli í Íslandsheimsókn í fyrra, vegna sóttvarnarbrota, en annars vekur hann nú yfirleitt mesta athygli fyrir leikni sína með fótboltann. Með hvaða liði á Englandi leikur hinn ungi Foden?

7.  Hvað hét kanslari Þýskalands síðustu sjö árin áður en Merkel tók við?

8.  Hver lék Rachel Green í sjónvarpsþáttunum Friends?

9.  En hver lék Carrie Bradshaw í þáttunum Sex in the City?

10.  Dmitri, Ívan og Alexei eru frægir bræður í skáldsögu einni. Hvað er eftirnafn þeirra?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sankti Pétursborg.

2.  Mongólar.

3.  Napóleon þriðji. Númerið verður að vera rétt.

4.  Víkur í Mýrdal og Hafnar í Hornafirði. Það var að minnsta kosti það svar sem ég var að leita að. En mín snjalla systir Elísabet hefur bent mér á að lengra er efalaust eftir ströndinni milli Súðavíkur og Drangsness. Það er því rétt líka!

5.  Vatíkanið.

6.  Manchester City.

7.  Schröder.

8.  Jennifer Aniston.

9.  Sarah Jessica Parker.

10.  Karamazov.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kristján Eldjárn síðar forseti Íslands.

Á neðri myndinni er Svanhildur Hólm, fjölmiðlakona, aðstoðarmaður ráðherra og nú síðast framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
3
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár