Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

575. spurningaþraut: Látum Smerdjakov liggja milli hluta en hvað með bræðurna Dmitrí, Ívan og Alexei?

575. spurningaþraut: Látum Smerdjakov liggja milli hluta en hvað með bræðurna Dmitrí, Ívan og Alexei?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að ofan? Hann var ungur að árum þegar myndin var tekin og hann var lítt kunnur opinberlega nema í sínum hópi. En það breyttist rækilega þegar hann var kominn á miðjan aldur.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er fjórða fjölmennasta borg í Evrópu?

2.  Karakorum hét borg sem stofnað var upp úr 1220 eftir Krist og óx úr grasi með ógnarhraða, enda varð hún höfuðborg í splunkunýju heimsveldi. Borgin var að vísu ekki höfuðborg heimsveldisins nema í nokkra áratugi en var þó býsna stöndug góða hríð. Nú hefur hún lengi verið lítilfjörleg og íbúatalan lág. En hverjir voru það sem reistu Karakorum og gerðu um skeið að heimsborg?

3.  Haustið 1870 sagði leiðtogi Frakka af sér eftir að hafa beðið auðmýkjandi ósigur í stríði við Prússland og önnur þýsk ríki. Hvað nefndist þessi franski leiðtogi?

4.  Milli hvaða tveggja þéttbýlisstaða við ströndina á Íslandi er lengst óbyggð strandlengja?

5.  Hvað er minnsta ríki heimsins að flatarmáli?

6.  Ungur enskur fótboltamaður að nafni Phil Foden vakti athygli í Íslandsheimsókn í fyrra, vegna sóttvarnarbrota, en annars vekur hann nú yfirleitt mesta athygli fyrir leikni sína með fótboltann. Með hvaða liði á Englandi leikur hinn ungi Foden?

7.  Hvað hét kanslari Þýskalands síðustu sjö árin áður en Merkel tók við?

8.  Hver lék Rachel Green í sjónvarpsþáttunum Friends?

9.  En hver lék Carrie Bradshaw í þáttunum Sex in the City?

10.  Dmitri, Ívan og Alexei eru frægir bræður í skáldsögu einni. Hvað er eftirnafn þeirra?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sankti Pétursborg.

2.  Mongólar.

3.  Napóleon þriðji. Númerið verður að vera rétt.

4.  Víkur í Mýrdal og Hafnar í Hornafirði. Það var að minnsta kosti það svar sem ég var að leita að. En mín snjalla systir Elísabet hefur bent mér á að lengra er efalaust eftir ströndinni milli Súðavíkur og Drangsness. Það er því rétt líka!

5.  Vatíkanið.

6.  Manchester City.

7.  Schröder.

8.  Jennifer Aniston.

9.  Sarah Jessica Parker.

10.  Karamazov.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kristján Eldjárn síðar forseti Íslands.

Á neðri myndinni er Svanhildur Hólm, fjölmiðlakona, aðstoðarmaður ráðherra og nú síðast framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár