Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

575. spurningaþraut: Látum Smerdjakov liggja milli hluta en hvað með bræðurna Dmitrí, Ívan og Alexei?

575. spurningaþraut: Látum Smerdjakov liggja milli hluta en hvað með bræðurna Dmitrí, Ívan og Alexei?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að ofan? Hann var ungur að árum þegar myndin var tekin og hann var lítt kunnur opinberlega nema í sínum hópi. En það breyttist rækilega þegar hann var kominn á miðjan aldur.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er fjórða fjölmennasta borg í Evrópu?

2.  Karakorum hét borg sem stofnað var upp úr 1220 eftir Krist og óx úr grasi með ógnarhraða, enda varð hún höfuðborg í splunkunýju heimsveldi. Borgin var að vísu ekki höfuðborg heimsveldisins nema í nokkra áratugi en var þó býsna stöndug góða hríð. Nú hefur hún lengi verið lítilfjörleg og íbúatalan lág. En hverjir voru það sem reistu Karakorum og gerðu um skeið að heimsborg?

3.  Haustið 1870 sagði leiðtogi Frakka af sér eftir að hafa beðið auðmýkjandi ósigur í stríði við Prússland og önnur þýsk ríki. Hvað nefndist þessi franski leiðtogi?

4.  Milli hvaða tveggja þéttbýlisstaða við ströndina á Íslandi er lengst óbyggð strandlengja?

5.  Hvað er minnsta ríki heimsins að flatarmáli?

6.  Ungur enskur fótboltamaður að nafni Phil Foden vakti athygli í Íslandsheimsókn í fyrra, vegna sóttvarnarbrota, en annars vekur hann nú yfirleitt mesta athygli fyrir leikni sína með fótboltann. Með hvaða liði á Englandi leikur hinn ungi Foden?

7.  Hvað hét kanslari Þýskalands síðustu sjö árin áður en Merkel tók við?

8.  Hver lék Rachel Green í sjónvarpsþáttunum Friends?

9.  En hver lék Carrie Bradshaw í þáttunum Sex in the City?

10.  Dmitri, Ívan og Alexei eru frægir bræður í skáldsögu einni. Hvað er eftirnafn þeirra?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sankti Pétursborg.

2.  Mongólar.

3.  Napóleon þriðji. Númerið verður að vera rétt.

4.  Víkur í Mýrdal og Hafnar í Hornafirði. Það var að minnsta kosti það svar sem ég var að leita að. En mín snjalla systir Elísabet hefur bent mér á að lengra er efalaust eftir ströndinni milli Súðavíkur og Drangsness. Það er því rétt líka!

5.  Vatíkanið.

6.  Manchester City.

7.  Schröder.

8.  Jennifer Aniston.

9.  Sarah Jessica Parker.

10.  Karamazov.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kristján Eldjárn síðar forseti Íslands.

Á neðri myndinni er Svanhildur Hólm, fjölmiðlakona, aðstoðarmaður ráðherra og nú síðast framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár