Martha Imalwa, ríkissaksóknari í Namibíu, segir að kyrrsetningarmál gegn félögum Samherja í Namibíu sem eru fyrir namibískum dómstólum séu aðskilin frá sakamáli sem nú er höfðað gegn Namibíumönnunum sem grunaðir eru um að hafa þegið mútur frá Samherja. Þetta segir Imalwa í skriflegu svari til Stundarinnar.
Nöfn Samherjafélaganna í Namibíu, Sögu Seafood, Esja Investment og fleiri fyrirtækja, koma fyrir í dómsskjölum um kyrrsetningarmálum frá því fyrr í nóvember. Yfirvöld í Namibíu reyna því sannarlega ennþá að ná aftur til baka einhverjum af þeim eignum sem talið er að ríkið hafi orðið af í Samherjamálinu og er því með útistandandi kyrrsetningarmál gegn þeim félögum sem grunur liggur á að hafi tekið þátt í viðskiptum namibísku ráðamannanna og Samherja.
„Það snýst um ólögmæta meðferð stjórnmálamanna og embættismanna í Namibíu á fé sem félag í eigu Samherja greiddi til yfirvalda þar fyrir fiskveiðiréttindi í lögsögu landsins.“
Athugasemdir (1)