Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

565. spurningaþraut: Af hreinni tilviljun er spurt hér um kjötrétti tvo

565. spurningaþraut: Af hreinni tilviljun er spurt hér um kjötrétti tvo

Hér er komin fyrri aukaspurning:

Ungi maðurinn hér að ofan var handtekinn árið 1961, grunaður um að hafa ólöglegt vopn undir höndum. Hvað hét hann og heitir enn?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1790 varð Ólafur nokkur æðsti embættismaður Dana á Íslandi og var hann fyrsti Íslendingurinn sem gegndi því tiltekna embætti. Ólafur og þó aðallega afkomendur hans notuðu danska útgáfu af föðurnafni hans sem ættarnafn, og urðu helsta valdastétt landsins næstu öldina. Hvernig var þessi danska útgáfa af föðurnafni Ólafs?

2.  En hvað kallaðist starfið sem Ólafur tók að sér 1790?

3.  Við hvaða borg er kjötrétturinn snitsel oft kenndur?

4.  Um hvaða slóðir á Íslandi siglir ferjan Baldur alla jafna?

5.  En hvar á Íslandi hefur íþróttafélagið Skallagrímur aðsetur?

6.  Hvaða höfundur skrifaði um réttarhöld yfir manni sem var handtekinn og dreginn fyrir dómstól án þess að nokkurn tíma kæmi fram hver glæpur hans átti að vera?

7.  Hvað nefnist þjóðarréttur Ungverja: smátt skornir kjötbitar í sósu með ýmislegu grænmeti?

8.  Hvað hét kærastinn hennar Bonnie?

9.  Hvernig á hárið á Marge Simpson á litinn?

10.  Hver var örlagaríkasti atburðurinn sem varðaði Ísland og gerðist 7. júlí 1941?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er sú hin vinsæla söngkona á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Stephensen.

2.  Stiftamtmaður.

3.  Vínarborg.

4.  Breiðafjörð.

5.  Borgarnes.

6.  Kafka.

7.  Gúllas.

8.  Clyde.

9.  Blátt.

10.  Bandaríkin tóku við hervernd Íslands.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er filmstjarnan Al Pacino.

Á neðri myndinni er Adele.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár