Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Icelandair gat þess aldrei að félagið stundaði viðskipti í gegnum Tortólu

Flug­fé­lag­ið Icelanda­ir lét þess aldrei get­ið op­in­ber­lega að fé­lag­ið hefði fjár­fest í þrem­ur Boeing-þot­um í gegn­um Tor­tóla-fé­lag. Við­skipti fé­lags­ins í gegn­um Tor­tólu komu fram í Pandópru­skjöl­un­um. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir að hlut­ur Icelanda­ir í fé­lög­un­um sem héldu ut­an um þot­urn­ar hafi ver­ið seld­ur með tapi.

Icelandair gat þess aldrei að félagið stundaði viðskipti í gegnum Tortólu
Aldrei tekið fram Fjárfesting Icelandair í Boeing-þotum í gegnum Tortólu var ekki tekin fram í ársreikningum félagsins jafnvel þó tekið hafi fram að félagið hafi fjárfest í fyrirtæki sem hét Barkham. Ekki kom fram að eignarhaldið á fyrirtækinu tengdist skattaskjólinu Tortólu. Forsvarsmenn Icelandair árið 2005 sjást hér með fulltrúm Boeing. Mynd: b'JIM Smart'

Flugfélagið Icelandair tók það aldrei fram að félagið væri þáttakandi í viðskiptum í gegnum félag í skattaskjólinu Tortólu, líkt og kemur fram í Pandóruskjölunum. Í svari frá forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasyni, kemur fram að félagið hafi tilgreint að fyrirtækið hafi fjárfest í fyrirtæki sem heitir Barkham árið 2005 en aldrei kom fram í upplýsingagjöf fyrirtækisins að eignarhaldið á fyrirtækinu og þotunum var í gegnum Tortólu. 

Tekið skal fram að Bogi var ekki forstjóri Icelandair á þessum tíma heldur Sigurður Helgason. Bogi var hins vegar um tíma stjórnarformaður dótturfélags Icelandair, IG Invest ehf., sem hélt utan um eignarhlutinn í Barkham-félögunum. 

Eins og Stundin greindi frá fyrir skömmu þá keypti fyrirtæki í skattaskjólinu Tortóla, sem var í eigu dótturfélags flugfélagsins Icelandair, þrjár Boeing-þotur með lánum frá Íslandsbanka, síðar Glitni árið 2004. Tortólafélagið heitir Barkham Associates S.A. Félagið á Tortóla var í eigu dótturfélags Icelandair, IG Invest ehf., sem aftur var hluti af rekstri flugvélaleigunnar Icelease ehf.

Tortóla kom aldrei fram hjá Icelandair

Í svörum Boga við spurningum Stundarinnar kemur fram að félagið hafi upplýst um fjárfestingu sína í félaginu Barkham árið 2005. Þetta félag var skráð á Írlandi og var notað í viðskiptum félagsins Barkham Associates á Tortólu en það var þetta félag sem keypti Boeing-þoturnar og var lántakandi Íslandsbanka/Glitnis. 

Orðrétt segir Bogi í svari sínu: „Líkt og fram kemur í tilkynningu FL Group til Kauphallar hinn 25. maí 2005 þó tók félagið þátt í því að kaupa 49% hlut í þremur Boeing 737-500 flugvélum þar sem eignarhaldið var í gegnum félagið Barkham. Fram kom að hinir eigendur félagsins hafi verið Gunnar Björgvinsson og fleiri aðilar í Liechtenstein og ætlað var að leigja flugvélarnar þrjár til Air Baltic. FL Investment ehf., dótturfélag FL Group, sem hafði flugvélafjárfestingar og leigu þeirra að meginstarfsemi fór með eignarhlutinn í Barkham. Árið 2006 er þessi 49% hlutur svo færður frá FL Investment ehf. til IG Invest ehf., sem var dótturfélag Icelandair Group. IG Invest greiddi FL Investment USD 3.336.263 fyrir 49% hlut í félaginu. Viðskiptin áttu sér stað í tengslum við það að FL Group var leyst upp í þeirri mynd sem það var og starfsemi þess færð yfir til Icelandair Group.  Það er getið um þennan eignarhlut í ársreikningum IG Invest ehf. til ársins 2012 þegar hann hafði verið seldur í tengslum við uppgjör við Glitni. Hluturinn var seldur á mun lægra verði en hann hafði verið keyptur eða fyrir USD 24.500.“

„Félagið tók þátt í kaupum á þremur Boeing 737-500 flugvélum með Gunnari Björgvinssyni og fleirum í fyrirtækinu Barkham.“
Úr tilkynningu FL Group um viðskiptin árið 2005

Félagið IG Invest ehf. sem Bogi vísar til hélt utan um hlutinn í Barkham-félögunum fyrir Icelandair. Þar er sannarlega minnst á Barkham, líkt og Bogi nefnir, en eingöngu Barkham-félagið á Írlandi en ekki Barkham-félagið á Tortólu. 

Óljóst af hverju Tortóla var notað

Í tilkynningunni til Kauphallarinnar, frá 2005, sem Bogi vísar til segir orðrétt um viðskiptin með Barkham. „Félagið tók þátt í kaupum á þremur Boeing 737-500 flugvélum með Gunnari Björgvinssyni og fleirum í fyrirtækinu Barkham.  Þær eru leigðar til Air Baltic.“

Þannig liggur fyrir að Icelandair sagði frá fjárfestingunni í Barkham á opinberum vettvangi, en bara Barkham á Írlandi og ekki Barkham á Tortólu. Þessar upplýsingar um viðskipti Icelandair á Tortólu lágu ekki fyrir fyrr en þær komu fram í Pandórusskjölunum. 

Ekki liggur enn fyrir af hverju Icelandair valdi að taka þátt í viðskiptum þar sem félag á Tortólu var notað. Ein af spurningum Stundarinnar til Icelandair var: „Af hverju var ákveðið að notast við félag á Bresku Jómfrúareyjum vegna þessara viðskipta?“ Þessari spurningu hefur ekki verið svarað. Fyrrverandi fjármálastjóri Icelandair, Halldór Vilhjálmsson, gat heldur ekki veitt miklar upplýsingar um starfsemina í gegnum Tortólu, aðrar en þær að þessi starfsemi hafi verið eðlileg. 

Þá spurði Stundin einnig að því hvar Barkham-félagið á Tortólu hefði verið skattlagt og eins hvort Icelandair stundaði einhver viðskipti í skattaskjólum eða á lágskattasvæðum. Svar Boga við þeirri spurningu er birt hér í boxi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Pandóruskjölin

Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Úkraínski sígarettukóngurinn sem fór með konu í stríð
ÚttektPandóruskjölin

Úkraínski síga­rettu­kóng­ur­inn sem fór með konu í stríð

Pan­dóru­skjöl­in sýna hvernig úkraínsk­ur með­fram­leið­andi ís­lensku verð­launa­mynd­ar­inn­ar Kona fer í stríð sæk­ir í af­l­ands­sjóð til að fjár­magna kvik­mynda­verk­efni sín. Upp­runi pen­inga hans er gríð­ar­stórt síga­rettu­veldi í Úkraínu. Fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar full­yrð­ir þó að þeir pen­ing­ar hafi ekki ver­ið not­að­ir við gerð ís­lensku mynd­ar­inn­ar.
Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi
AfhjúpunPandóruskjölin

Af­l­ands­hýs­ing í af­l­ands­fé­lagi hýs­ir klám og nýnas­ista­áróð­ur á Ís­landi

Ís­lend­ing­ur bú­sett­ur í Taílandi er pott­ur­inn og pann­an í rekstri um­deilds vef­hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is sem ger­ir út á tján­ing­ar­frels­isákvæði ís­lenskra laga. Klám, nýnas­ista­áróð­ur og nafn­laust níð er hýst á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég hef ekk­ert að fela,“ seg­ir mað­ur­inn, sem er einn þeirra sem af­hjúp­að­ir eru í Pan­dóru­skjöl­un­um.
Jón segir að verið sé að færa eignarhaldsfélag fjölskyldunnar frá Tortóla til Hong Kong
FréttirPandóruskjölin

Jón seg­ir að ver­ið sé að færa eign­ar­halds­fé­lag fjöl­skyld­unn­ar frá Tor­tóla til Hong Kong

Jón Ólafs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi vatns­verk­smiðj­unn­ar Icelandic Glacial í Ölfusi, seg­ir að brátt muni hann og fjöl­skylda ekki eiga fé­lag á Tor­tóla. Hann seg­ir að hann hafi hætt að nota Tor­tóla­fé­lög eft­ir að hann lenti í skatta­máli við ís­lenska skatt­inn sem var vís­að frá á end­an­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár