Enn stendur til að ákæra Íslendinga í tengslum við Namibíumálið svokallaða. Í nýlegu ákæruskjali sem lagt var fyrir dóm í Namibíu eru engin nöfn Íslendinga, líkt og í fyrri gögnum. Saksóknarinn í málinu, Martha Imwala, segir í skriflegu svari til Stundarinnar að það breyti engu um fyrirætlanir sínar að ákæra þá Íslendinga sem komu beint að mútugreiðslum sem félög tengd Samherja eru sökuð um að hafa greitt áhrifamönnum þar í landi. Íslendingarnir hafi aftur á móti ekki brugðist við kröfum um að mæta fyrir dóm og því hafi ekki verið hægt að gefa formlega út ákæruna á hendur þeim.
Tíu namibískir menn hafa verið ákærðir þar í landi fyrir að taka við mútugreiðslum frá Samherjafélögum á Kýpur og í Namibíu. Nöfn þeirra komu fram í þessu nýja ákæruskjali sem lagt var fyrir dómstóla þar syðra eftir að málarekstur þar var sameinaður í eitt dómsmál.
Athugasemdir (2)