Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes segir valdamenn í Namibíu hafa viljað sér illt: „Það var lagt á ráðin um að skjóta mig“

Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu og upp­ljóstr­ari í Namib­íu­mál­inu, seg­ir í við­tali við sænskt dag­blað að hann hafi ít­rek­að ótt­ast um líf sitt. Jó­hann­es fékk verð­laun fyr­ir upp­ljóstr­arn­ir sín­ar í Sam­herja­mál­inu í Sví­þjóð í lið­inni viku.

Jóhannes segir valdamenn í Namibíu hafa viljað sér illt: „Það var lagt á ráðin um að skjóta mig“
Í upphafi Jóhannes Stefánsson uppljóstrari segir í viðtali við Gautaborgarpóstinn að hann hafi fengið ítrekaðar ábendingar um að það hafi átt að ráða hann af dögum. Á myndinni sést Jóhannes ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni og Aðalsteini Helgasyni auk tveggja Namibíumanna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um mútuþægni meðal annars.

„Við endurtekin tilfelli höfum við fengið upplýsingar um þegar það var lagt á ráðin að skjóta mig en ég hef verið með góða, vopnaða lífverði,“ segir Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu og uppljóstrari í Namibíumálinu þar í landi, í viðtali við sænska dagblaðið Gautaborgarpóstinn í dag. 

 Jóhannes segir á öðrum stað í viðtalinu s að hótanirnar gegn honum hafi fyrst og fremst komið frá Namibíu og namibískum valdamönnum sem hafi óttast þær upplýsingar sem hann bjó yfir um greiðslur frá íslenska útgerðarfélaginu Samherja.

Tilefni viðtalsins við Jóhannes eru verðlaun sem hann tók á móti í Gautaborg í síðustu viku. Um var að ræða verðlaun vegna uppljóstrana Jóhannesar um háttsemi Samherja í Namibíu, mútugreiðslur útgerðarinnar til þarlendra ráðamanna i skiptum fyrir hestamakrílskvóta. Fyrirsögn viðtalsins er: „Uppljóstrarinn sem opinberaði svindl í fiskveiðiheiminum er hundeltur - hefur lent í nokkrum morðtilraunum.“

Verðlaunin heita Win Win Gothenburg sustainability award og hafa verið veitt frá árinu 2000. Yfirskrift verðaunanna í ár var baráttan gegn spillingu og nam verðlaunaféð 1 milljón sænskra króna. 

Naut verndar lögregluJóhannes Stefánsson naut verndar lögreglunnar í Gautaborg í síðustu viku.

Segir frá tilrauni til mannráns

Í viðtalinu við Gautaborgarpóstinn segir Jóhannes frá því að reynt hafi verið að ræna honum í eitt skipti en að öryggisverðirnir sem hafa unnið með honum hafi stoppað það. „Í eitt skipti reyndi einhver að ræna mér úr húsinu þar sem ég bjó. Öryggisverðirnir mínir voru hins vegar vopnaðir,“ segir Jóhannes í viðtalinu. 

Blaðamaður Gautaborgarpóstsins spyr Jóhannes framhaldsspurningar um þetta atriði: „Þeir [öryggisverðirnir] hótuðu sem sagt einhverjum með byssum sem komu til að ræna þér?“ Svar Jóhannesar við þessu er: „Já, það er rétt.“

Blaðamaður Gautaborgarpóstsins segir frá því að Jóhannes búi og starfi á Íslandi þar sem hann geri engar sérstakar öryggisráðstafanir þar sem hann telji að það séu fyrst og fremst namibískir aðilar sem hafi viljað gera honum mein. „Hann býr nú á Íslandi og vinnur ennþá að því að upplýsa málið. Flestar af þeim tilraunum sem gerðar voru til að ryðja honum úr vegi áttu sér stað áður en greint var frá málinu í fjölmiðlum árið 2019. Hann segir að það séu fyrst og fremst aðilar í Namibíu sem hafi viljað gera honum mein.“

„Við höfum haft eftirlit á stöðunum sem hann hefur verið á“

Jóhannes hefur ekki sagt opinberlega að útgerðarfélagið Samherji hafi reynt að vinna honum mein en einhverjir kunna að hafa túlkað orð hans þannig. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur meðal annars kært Jóhannes fyrir rangar sakargiftir vegna þessa. 

Öryggisaðgerðir til að verja Jóhannes í Gautaborg

Í viðtalinu kemur fram að Jóhannes Stefánsson hafi fyrst og síðast varann á sér og óttist um öryggi sitt þegar hann ferðast erlendis. Í viðtalinu er haft eftir einum af skipuleggjendum verðlaunanna að Jóhannes hafi búið undir dulnefni á hótelinu í Gautaborg, að hann hafi verið sóttur á flugvöllinn undir dulnefni auk þess sem lögreglan í borginni hafi verið meðvituð um samastað hans og dagskrá meðan hann var gestur í borginni og aldrei verið langt frá Jóhannesi, jafnvel þó honum hafi ekki verið fylgt við hvert fótmál.

Í viðtalinu er haft eftir Jonas Borgström, yfirmanni í lögreglunni í Gautaborg: „Við höfum haft eftirlit á stöðunum sem hann hefur verið á, það er segja að við höfum verið í nágrenni við hann og við höfum verið í sambandi við Nathalie [Bödtker Lund, einn af skipuleggjendum verðlaunaafhendingarinnar] ef eitthvað skyldi gerast,“ segir hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár