Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

563. spurningaþraut: 9 metra langt dýr sem menn útrýmdu á 18. öld

563. spurningaþraut: 9 metra langt dýr sem menn útrýmdu á 18. öld

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fugla má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Dýrategund ein heitir á fræðimáli Pinguinus impennis. Hún dó raunar út á fyrri hluta 19. aldar svo ekki getum við skoðað hana í „eigin persónu“ ef svo má segja. Hvaða dýr er þetta?

2.  Annað dýr sem líka er útdautt kallast á fræðimáli Hydrodamalis gigas, og var því fyrst lýst árið 1741 af þýska landkönnuðinum Steller og er dýrið stundum kennt við hann. Þetta var risastórt dýr, allt að 9 metra langt og 10 tonn að þyngd. Það var hægfara og varnarlítið og innan við aldarfjórðungi eftir að vestrænir veiðimenn fréttu af tilveru dýrsins, sem bjó á mjög takmörkuðu svæði, þá var búið að útrýma því gjörsamlega. Hvers konar dýr var þetta?

3.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Khartúm?

4.  Elbrus heitir fjall eitt í Kákasus-fjallgarðinum og telst til Rússlands. Hvað er tilkall Elbrus til frægðar?

5.  Tímarit eitt kom fyrst út í Bandaríkjunum 1892 og var þá vikublað en varð mánaðarrit ári seinna. Blaðið náði miklum vinsældum og virðingu og heldur enn þeim status. Árið 1916 fór bresk útgáfa að koma út en 1964 kom ítölsk útgáfa, sem sumum mun þykja einna best. Alls er blaðið nú gefið út í 26 löndum en hefur aldrei birst á íslensku. Hvaða blað er þetta?

6.  Hvað heitir öflugasta fótboltaliðið í Katalóníu á Spáni?

7.  Á íslensku eru bæði smáfugl og stór flugutegund ein kennd við tiltekna tegund ferfætlinga sem alþekkt er í landinu. Hvaða ferfætlingar eru það?

8.  Monte Carlo heitir aðalsveitarfélagið í tilteknu smáríki. Ríkið heitir ...?

9.  Hvaða hljómsveit gaf á sínum tíma út plöturnar Voulez-Vous, Super Trouper og The Visitors?

10.  Við hvað starfar Kristrún Frostadóttir?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Geirfuglar.

2.  Sækýr. „Selir“ dugar því miður ekki, enda eru selir og sækýr alls ekki skyldar tegundir.

3.  Súdan.

4.  Elbrus er hæsta fjall Evrópu.

5.  Vogue.

6.  Barcelona.

7.  Hross. Hér er vísað til hrossagauks og hrossaflugu.

8.  Monaco.

9.  ABBA.

10.  Hún er þingmaður.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru geirfuglar.

Á neðri myndinni er Oprah Winfrey.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár