Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

563. spurningaþraut: 9 metra langt dýr sem menn útrýmdu á 18. öld

563. spurningaþraut: 9 metra langt dýr sem menn útrýmdu á 18. öld

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fugla má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Dýrategund ein heitir á fræðimáli Pinguinus impennis. Hún dó raunar út á fyrri hluta 19. aldar svo ekki getum við skoðað hana í „eigin persónu“ ef svo má segja. Hvaða dýr er þetta?

2.  Annað dýr sem líka er útdautt kallast á fræðimáli Hydrodamalis gigas, og var því fyrst lýst árið 1741 af þýska landkönnuðinum Steller og er dýrið stundum kennt við hann. Þetta var risastórt dýr, allt að 9 metra langt og 10 tonn að þyngd. Það var hægfara og varnarlítið og innan við aldarfjórðungi eftir að vestrænir veiðimenn fréttu af tilveru dýrsins, sem bjó á mjög takmörkuðu svæði, þá var búið að útrýma því gjörsamlega. Hvers konar dýr var þetta?

3.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Khartúm?

4.  Elbrus heitir fjall eitt í Kákasus-fjallgarðinum og telst til Rússlands. Hvað er tilkall Elbrus til frægðar?

5.  Tímarit eitt kom fyrst út í Bandaríkjunum 1892 og var þá vikublað en varð mánaðarrit ári seinna. Blaðið náði miklum vinsældum og virðingu og heldur enn þeim status. Árið 1916 fór bresk útgáfa að koma út en 1964 kom ítölsk útgáfa, sem sumum mun þykja einna best. Alls er blaðið nú gefið út í 26 löndum en hefur aldrei birst á íslensku. Hvaða blað er þetta?

6.  Hvað heitir öflugasta fótboltaliðið í Katalóníu á Spáni?

7.  Á íslensku eru bæði smáfugl og stór flugutegund ein kennd við tiltekna tegund ferfætlinga sem alþekkt er í landinu. Hvaða ferfætlingar eru það?

8.  Monte Carlo heitir aðalsveitarfélagið í tilteknu smáríki. Ríkið heitir ...?

9.  Hvaða hljómsveit gaf á sínum tíma út plöturnar Voulez-Vous, Super Trouper og The Visitors?

10.  Við hvað starfar Kristrún Frostadóttir?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Geirfuglar.

2.  Sækýr. „Selir“ dugar því miður ekki, enda eru selir og sækýr alls ekki skyldar tegundir.

3.  Súdan.

4.  Elbrus er hæsta fjall Evrópu.

5.  Vogue.

6.  Barcelona.

7.  Hross. Hér er vísað til hrossagauks og hrossaflugu.

8.  Monaco.

9.  ABBA.

10.  Hún er þingmaður.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru geirfuglar.

Á neðri myndinni er Oprah Winfrey.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár