Helgu S. Guðmundsdóttur, stjórnarmanni og fyrrverandi stórs hluthafa í útgerðarfélaginu Samherja, var í október veitt æðsta viðurkenning Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) þegar hún var gerð að heiðursfélaga í sambandinu. Helga er fyrrverandi eiginkona Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og eins af stofnendum Samherja.
Tilnefning Helgu, og fimm annarra einstaklinga, var endanlega ákveðin af framkvæmdastjórn ÍSÍ sem í sitja 16 einstaklingar, samkvæmt Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ. Þær tilnefningar sem lágu fyrir voru samþykktar „með dynjandi lófataki“ á afstöðnu framhaldsþingi ÍSÍ, eins og það var orðað á heimasíðu ÍSÍ.
Helga og Þorsteinn Már hafa selt börnum sínum hlutabréf sín í innlendri Samherja, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum.
Fyrrverandi þingmaður gagnrýndi ákvörðunina
Ákvörðunin um að gera Helgu að heiðursfélaga ÍSÍ hefur vakið nokkra athygli í ljósi þess að rannsókn hins svokallaða Namibíumáls, mútugreiðslum Samherja til …
Athugasemdir